• icelandicdirectors@gmail.com
  • Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Ísland

IHM


Kvikmyndaleikstjórum gefst kostur á að sækja um greiðslur úr IHM-sjóði fyrir árið 2022.
Skilafrestur umsókna er til 30. júní 2023.
Útfyllt umsóknareyðublað sendist á icelandicdirectors@gmail.com.

ÚTHLUTUNARREGLUR FYRIR IHM GREIÐSLUR

Úthlutunarreglur þessar eru settar skv. fyrirmælum höfundarlaga nr. 73/1972 og laga nr. 88/2019 og með stoð í 2. gr. úthlutunarstefnu samtakanna (SKL). 

Kvikmyndaleikstjórum gefst kostur á að sækja um greiðslur úr IHM-sjóði ár hvert, óháð félagsaðild. Félagsmenn veita SKL alfarið umboð til að innheimta IHM-greiðslur og er félagsmönnum því ekki  heimilt að sækja greiðslur úr IHM sjóði í gegnum önnur innlend fagfélög vegna leikstjórnar.  Meðlimum SKL er hins vegar heimilt að sækja um úthlutun úr IHM sjóðum annarra fagfélöga vegna annarra starfa en leikstjórnar, t.d. fyrir handritaskrif, framleiðslu o.s.frv.

Umsóknareyðublað er aðgengilegt á heimasíðu samtakanna, icelandicfilmdirectors.is. SKL auglýsir úthlutun á heimasíðu samtakanna og í tölvupósti til félagsmanna.

Stjórn SKL fer yfir umsóknir og áskilur sér rétt til að meta vafaatriði.

Leikstjórar sem sækja um greiðslur úr IHM sjóði fá að lágmarki greiddan einn (1) hlut fyrir hverja leikna kvikmynd eða heimildamynd í fullri lengd sem þeir hafa leikstýrt. Um er að ræða eins konar „tilvistargjald“ hvers verks.

Einnig er greitt gjald fyrir stuttmyndir hafi þær sannarlega verið sýndar á amk þremur viðurkenndum alþjóðlegum hátíðum.

1/3 hluti greiddur fyrir stuttmynd í flokki A (1-30 min)

2/3 hluti greiddur fyrir stuttmynd í flokki B (31-59 mín)
Full lengd leikinnar kvikmyndar er 60-180 mínútur.
Full lengd heimildarmyndar er 50-180 mínútur.

Að auki er greitt fyrir sýningu á kvikmyndum, heimildarmyndum, sjónvarpsseríum og stuttmyndum í sjónvarpi eða VOD á úthlutunarári. Greiðsla til leikstjóra er í formi eingreiðslu og er ekki greitt fyrir endurteknar sýningar á úthlutunarári. Fyrirkomulag greiðslna vegna sýningar í sjónvarpi eða VOD er sem hér segir:

  • 1 hlutur er greiddur fyrir sýningu á kvikmynd, heimildarmynd og sjónvarpsseríu í sjónvarpi eða VOD  á umsóknarári.
  • 2 hlutar eru greiddir fyrir sýningu á sjónvarpsseríu sem er 181 min eða lengri. 
  • 1/3 hlutur er greiddur fyrir sýningu á stuttmynd í flokki A (1-30 min) á umsóknarári.
  • 2/3 hlutur er greiddur fyrir sýningu á stuttmynd í flokki B (31-59 min) á úthlutunarári.

SKÝRINGARDÆMI

Bíómyndir:

2009Sigga fer í sveit, lengd 88´1 hlutur tilvgj.
2012 Jói trúlofast, lengd 93´ 1 hlutur tilvgj.
2015 Sigga sigrar heiminn, lengd 101´ 1 hlutur tilvgj.

Heimildamyndir:

2006 Svartnætti, lengd 60´ 1 hlutur tilvgj.
2013 Verðugur er verkamaður launa sinna, lengd 63´ 1 hlutur tilvgj.

Sjónvarpsseríur:

2014 Ekki er allt sem sýnist, lengd 280´ 0 hlutur tilvgj.

Stuttmyndir, flokkur A:

2019Soffía, lengd 19´1/3 hlutur tilvgj.

SÝNINGAR (sjónvarp og vod) Á ÁRINU 2020:

SJÓNVARP

Jói trúlofast á RÚV 5.5. 2020 1 hlutur
Ekki er allt sem sýnist á Stöð 22 hlutar
Soffía á RÚV 5.9. 20201/3 hluti

VOD:

Sigga sigrar heiminn1 hlutur

SAMTALS9 1/3 hlutar

Ef fleiri en einn leikstjóri eru á verki er mikilvægt að með umsókn fylgi nákvæm verkaskipting sem hlutfall af 100%.

Verðgildi hlutar er ráðstöfunarfé IHM sjóðs (að frádregnum umsýslukostnaði) deilt með fjölda umsókna.

Á aðalfundi SKL, 3.júní 2020, var samþykkt að ráðstöfunarfé IHM sjóðs yrði  úthlutað í hlutföllunum 50/50 milli tilvistargjalda annars vegar og sýningar í sjónvarpi og VOD hins vegar. Sú ákvörðun gildir þar til kosið er um annað á aðalfundi.

Félagsgjald/ársgjald, að upphæð 25.000 kr. er dregið frá úthlutun til umsækjenda, nema óskað sé eftir öðru fyrirkomulagi á innheimtu.

Kostnaður SKL vegna umsýslu og úthlutunar greiðslna skal greiddur af óskiptu framlagi IHM til SKL. Umsýslukostnaður skal þó aldrei vera hærri en sem nemur 25% af heildargreiðslum IHM til SKL í samræmi við 4. gr. úthlutunarstefnu SKL.

Greiðslum sem ekki er unnt að koma til hlutaðeigandi rétthafa eru geymdar í 5 ár, en renna að þeim tíma loknum inn í IHM sjóð.