• icelandicdirectors@gmail.com
  • Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Ísland

SÆKJA UM AÐILD

Félagar geta orðið þeir kvikmyndaleikstjórar sem vinna óumdeilanlega sem kvikmyndahöfundar og uppfylla að minnsta kosti eitt eftirtalinna skilyrða:

  • hafa leikstýrt einni eða fleiri leiknum kvikmyndum, samanlagður sýningartími ekki minni en 60 mínútur.
  • hafa leikstýrt einni eða fleiri skapandi heimildamyndum, samanlagður sýningartími ekki minni en 60 mínútur.
  • hafa leikstýrt a.m.k. einni leikinni mynd og a.m.k. einni skapandi heimildamynd, samanlagður sýningartími ekki minni en 60 mínútur.

Myndirnar skulu hafa verið sýndar opinberlega í kvikmyndahúsum og/eða sjónvarpi hér á landi, á streymisveitu eða sambærilegum miðlum.

Stuttmyndir verða að hafa verið sýndar á a.m.k. þremur viðurkenndum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, hafi þær ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, á streymisveitum eða sambærilegum miðlum.

Stjórn metur hvað telst skapandi heimildamynd hverju sinni. Umsóknir um aðild berist stjórn. Stjórn úrskurðar hvort umsókn uppfylli inntökuskilyrði. Ef umsókn er synjað skal stjórn veita umsækjanda skriflegan rökstuðning. Nýir félagar skulu kynntir á aðalfundi.

Umsókn um aðild að samtökunum með nafni, síma, netfangi ásamt lista yfir helstu verk skal berast á netfang samtakanna icelandicdirectors@gmail.com