• icelandicdirectors@gmail.com
  • Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Ísland

SAMNINGAR OG RÉTTINDI

Sem leikstjóri ertu höfundur þess verks sem þú leikstýrir samkvæmt höfundalögum. Það þýðir að auk þeirra launa sem þér eru greidd fyrir vinnuframlag og hugsanlegrar hlutdeildar í hagnaði áttu rétt á frekari greiðslum fyrir notkun verksins, meðal annars sýninga í sjónvarpi, sölu á verkinu til skóla og bókasafna osfrv.

Fyrir hönd rétthafa, tekur SKL á móti og greiðir árlega út fé frá IHM (Innheimtumiðstöð rétthafa) fyrir sýningar á íslenskum sjónvarpstöðvum og efnisveitum. Umsóknareyðublað ásamt leiðbeiningum fyrir IHM greiðslur má finna hér á síðunni.

IHM greiðslur fara fram einu sinni á ári. SKL annast aðeins greiðslur til leikstjóra, en sem handritshöfundur verks gætir þú átt rétt á greiðslum í gegnum Félag leikskálda og handritshöfunda.

Áður en hafist er handa við að leikstýra kvikmynd er mikilvægt fyrir alla leikstjóra að gera samning við framleiðendur kvikmyndarinnar sem nær yfir alla þætti leikstjórans í myndinni; skyldur, réttindi, hlutdeild í hagnaði og ekki síst laun, vinnuframlag og höfundarrétt.

Vegvísir evrópsku leikstjórasamtakanna (FERA) um leikstjórasamninga má finna hér.

Leikstjórar eiga rétt á því að fá greitt fyrir sína vinnu við kynningarstarf og umfjöllun um kvikmyndagerð. Taxti rithöfundasambandsins vegna upplestra og kynningarstarfa má nálgast hér.