• icelandicdirectors@gmail.com
  • Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Ísland

FUNDARGERÐIR

SKL – AÐALFUNDUR, 9.maí 2023 kl 18:00

Staður: Hannesarholt

Skráðir vs mættir: Haukur M, Ragnar, (Ísold), Styrmir, (Óskar Ax), Jón Gúst, Þór Elís, (Ari Alexander), Ugla, (Jonni Sigmars), (Gunnar Björn), (Marteinn), Ásgeir Sig, Anton Karl, Erlingur, KiraKira, Dagur, Karna, Hrafn, (Ásdís Thorodds), Hjálmtýr, (Jón Karl), Bjargey, Baldvin, Haddi, (Ágúst Guðm), Álfrún, Hrönn, Magnús Hrafn – lögfræðingur, Svavar – Endurskoðandi, Hilmar, Dögg Mósesdóttir, Kristín Andrea, Lárus Ýmir, Helena

1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.  Ávarp formanns

Árið var annasamt og margt sem kom Samtökum Kvikmyndaleikstjóra beint og óbeint við. Hér verður stiklað á því helsta.

FULLTRÚAR SKL Í STJÓRNUM OG RÁÐUM

SKL á fulltrúa í sex stjórnum og ráðum. 

KVIKMYNDARÁР– Ragnar Bragason

STJÓRN IHM – Magnús Hrafn Magnússon, lögmaður samtakanna.

IKSA – Ásgrímur Sverrisson og Karna Sigurðardóttir

BÍÓ PARADÍS – Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Helga Rakel Rafnsdóttir

BÍL – Ragnar Bragason

STOCKFISH – Kristín Andrea Þórðardóttir & Benedikt Erlingsson + Ragnar sem situr fyrir hönd FLH.

AÐALFUNDUR FERA 2022

Dagur sótti aðalfund Fera sem haldinn var í Frankfurt á síðasta ári. Fókus fundar var stríð, rætt var við leikstjóra frá Úkraínu, Palestínu og Sýrlandi og dískúteraðir voru möguleikar á hvernig FERA gæti lagt sitt á vogarskálarnar. 

IHM LEIÐRÉTTING 2016-2021

42 milljónir komu inn í SKL úr IHM sjóði v. leiðréttingar í kjölfar Gerðardóms sem gildir til 2026. Leiðréttingin var fyrir árin 2016-2021. 

Stjórn var sammála um að úthluta 80%  eða um 37.milljónum og halda eftir 20% fyrir mögulegar seinni tíma kröfur og umsýslu. 

Það krafðist mikilla útreikninga og handavinnu að afgreiða þessar greiðslur til rétthafa. Það var á höndum nýs gjaldkera.

Fundur klappar fyrir Körnu.

STUTTMYNDIR OG TILVISTARGJÖLD

Á síðasta aðalfundi var stjórn SKL falið að taka ákvörðun um hvort tilvistargjöld séu greidd fyrir stuttmyndir. Í ljósi þess að það var vilji meirihlutar félagsmanna að greiða tilvistargjöld fyrir stuttmyndir, ákvað stjórn SKL að fylgja þeim vilja og samþykkja að stuttmyndir heyri undir tilvistargjöld héðan í frá. Kríterían er að viðkomandi verk hafi verið sýnt á amk 3 viðurkenndum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

KAPALSJÓÐUR IHM / 20% HÓPURINN OG STAÐA MÁLA

Talsverðar rétthafatekjur skapast af sýningum íslenskra verka erlendis og safnast í svokallaðan Kapalsjóð. Núverandi skipting á Kapalsjóði (þar sem framleiðendur fá lang stærsta hluta kökunnar og auk þess sem STEF fær óvenjulega stóran hluta) hefur viðgengist árum saman án þess að við það hafi verið gerðar athugasemdir. 

Stjórn SKL er sammála um að það þurfi að vinna gegn þessum málflutningi. Það er ekki boðlegt að hinir eiginlegu höfundar séu enn eina ferðina að tína upp einhverjar mylsnur sem falla að borðinu. Auk þess hafa allar forsendur gerbreyst í tímans rás. Eðlilegast væri að Kapalpeningar lúti sömu skiptingu og aðrar IHM greiðslur, sbr nýafstaðinn gerðardóm. Hlutaðeigandi aðilar hafa fengið skilgreind tímamörk til að leysa málið. Ef það tekst ekki fer málið til sérstaks sáttamanns og að lokum í gerðardóm, ef vinna sáttamanns ber ekki árangur.

KVIKMYNDARÁÐ

Góð eining og þverfagleg samstaða hefur myndast í Kvikmyndaráði undir formennsku Sigurjóns Sighvatssonar, en þar sitja fulltrúar allra fagfélaganna auk kvikmyndahúsaeigenda. Lögð hefur verið áhersla á að auka vægi Kvikmyndaráðs til að tryggja að sameiginleg hagsmunamál íslenskrar kvikmyndagerðar fái faglegri meðferð og það sé ekki undir hælinn lagt hvort Menningarmálaráðherra og ráðuneyti hafi skilning eða hæfni til að taka ákvarðanir í þágu fagsins. 

Þrjú mál komu fram á samráðsgátt stjórnvalda á liðnu ári:

BREYTINGAR Á KVIKMYNDALÖGUM 

SKL lagði fram umsögn um breytingu á Kvikmyndalögum á samráðsgátt stjórnvalda á síðasta ári. Ráðherra vill keyra í gegn reglugerðarbreytingu til að hægt sé að hefja starfsemi nýs “sjónvapssjóðs” með endurgreiðsluákvæði.  Í grunninn er um að ræða staðfæringu á reglugerðum Norræna sjóðsins um endurgreiðslu, í þessu tilviki til stærri sjónvarpsverkefna. Allar athugasemdir voru felldar inn í kvikmyndalögin og töldum við að málin væru í góðum farvegi, hinsvegar virðist sem ráðherrann og flokksformaður hennar ætli ekki að láta neitt fé fylgja nýju úthlutunarákvæði heldur eigi sjóðurinn sjálfur að fjármagna þennan nýja styrkjaflokk. Þetta mál er á borði Kvikmyndaráðs.

NÝ REGLUGERÐ UM KVIKMYNDASJÓÐ

SKL lagði einnig fram umsögn um drög að reglugerðarbreytingu um Kvikmyndasjóð, en mjög margt þarf að endurskoða eftir 20 ára sögu. Við höfum enn ekki séð uppfærð drög að reglugerð eftir umsagnarferli en gera má ráð fyrir að það verði á haustmánuðum.

DSM TILSKIPUNIN

Magnús Hrafn lögmaður samtakanna lagði fram athugasemdir á samráðsgátt vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun ESB um höfundarétt og skyld réttindi á stafræna innri markaðnum, nefnd DSM tilskipunin. SKL lagði áherslu á að tryggt verði að innleiðing tilskipunarinnar á Íslandi verði með þeim hætti að hún veiti höfundum kvikmyndaverka réttindi til raunverulegrar þóknunar/bóta vegna höfundaréttarvarins efnis sem hlaðið er upp á miðlum þjónustuveitenda á netinu. Það er til samræmis við grunnsjónarmið tilskipunarinnar.

KVIKMYNDASJÓÐURNIÐURSKURÐUR

Á síðustu fjárlögum var lagt til að framlög til íslenskrar kvikmyndagerðar dregðust saman um tæpan þriðjung milli ára.

Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en útskýring stjórnvalda, að aukin framlög í sjóðinn á undangengnum tveimur árum hafi verið tímabundin aðgerð, stóðst ekki skoðun. Eftir hávær mótmæli, bæði opinberlega og á fundum var farið að ræða leiðréttingu og komu til baka 250 milljónir af rúmum 400 sem fyrirhugað var að skera niður.  

Mikilvægt er að fá því framgengt að KMÍ fái fastan 4ja ára samning. Þ.e.a.s samning eins og Þjóðleikhúsið og aðrar stofnanir eru með; föst fjárframlög til að geta vitað úr hverju er að moða ár hvert. 

SKIPAN NÝS FORSTÖÐUMANNS KMÍ

Ráðuneytið auglýsti stöðuna og hafði Kvikmyndaráð, samkvæmt Kvikmyndalögum, aðkomu að umsagnarferlinu.  Við fórum einnig fram á að fá umsagnaraðila í viðtölum og var það samþykkt. Almenn ánægja er með nýjan forstöðumann, Gísla Snæ Erlingsson sem er félagi í SKL. Fyrirhugaðir eru fundir með nýjum forstöðumanni þar sem verður opnað samtal um stöðu og framtíðarsýn. Við munum koma okkar áherslumálum að framfæri. M.a:

– Breytt fyrirkomulag á handritsstyrkjum. Að reyndir höfundar geti fengið öll þrjú þrep í einu. Líkt og Haukur M stakk upp á á síðasta aðalfundi.

– Að höfundar einir geti sótt um handritsstyrki en ekki framleiðendur.

– Gefið sé kost á óhefðbundnum vinnuaðferðum við sköpun kvikmyndaverka.

ÍKSA

Mikil rýnivinna og endurskilgreining hefur verið unnin. Tekin hefur verið ákvörðun um að skipta Edduverðlaunum upp í 2 hátíðir, annars vegar fyrir sjónvarpsefni og hins vegar kvikmyndir.  Núna er tækifærið til að færa mál ÍKSA í betra horf. 

STOCKFISH, NÝIR FRAMKVÆMDASTJÓRAR

Ný stjórn var skipuð á síðasta ári og nýjar áherslur lagðar fram. Vægi bransadaga aukið. 

Fyrir hönd SKL tók Kristín Andrea Þórðardóttir sæti í stjórn og varamaður er Benedikt Erlingsson.

Nýr framkvæmdastjóri var ráðin, Carolina Salas og listrænn stjórnandi, Hrönn Kristinsdóttir 

Hátíðin var haldin nú á vormánuðum og hefur aldrei tekist betur til. 

VINNUSMIÐJA FYRIR HEIMILDARMYNDIR

Vinnusmiðja var haldin undir stjórn Yrsu Roca Fannberg og erlenda ráðgjafans Marta Andreu, með stuðningi KMÍ. Vel tókst til og ný smiðja hefur verið auglýst. 

HANDRITASMIÐJA

í hefðbundnum farvegi í umsjón Óskars Jónassonar. Almenn ánægja er með. 

LEIKSTJÓRASPJALL

Uppfært er reglulega með nýjum þáttum og komin eru 20 viðtöl inn. Hafa verið mjög góð viðbrögð, í kringum 500 hlustanir á hvert samtal þegar saman er tekið.

Félagmenn eru hvattir til að gera sína eigin þætti og fá lánaða míkrafóna hjá undirrituðum eða Óskari Axels.

FACEBOOK

Við efldum nærveru SKL á Facebook sem er góður vettvangur til að upplýsa og fræða um málefni leikstjóra. Satt best að segja hefur lítil traffík verið á síðunni og ekki uppfært nægilega reglulega. Gerð verður bragabót á. 

FUNDUR NORRÆNU LEIKSTJÓRASAMTAKANNA Í HELSINKI

Ragnar, Dagur og Magnús Hrafn fóru á fund allra norrænu leikstjórasamtakanna í Helsinki nú í vor. Fundurinn var sérlega gagnlegur og frábært að lögfræðingur SKL gat komið með til að mynda tengsl við aðra lögfræðinga á norðurlöndum og setja sig inn í málin.

Réttindamál eru mjög í brennidepli í Skandinavíu, s.s. deilur við streymisveitur um höfundarréttargreiðslur osfrv. 

Við erum komin skammt á veg miðað við hinar Norðulandaþjóðirnar, þegar kemur að réttindum og starfsöryggi. En félög leikstjóra þar eru stéttarfélög ólíkt SKL. Sem dæmi:

– Í Noregi eru launagreiðsla og höfundarréttur aðgreind í samningum. 

– Í Noregi er framleiðendum skylt að greiða fyrir ALLA vinnu leikstjóra í samræmi við framlag. Bannað að gera pakkadíl. Lágmarkslaun skilgreind og ekki hægt að semja um lægri laun.

– Leikstjórar fá greitt fyrir að sinna kynningu á verkum sínum í stað þess að vinna í sjálfboðavinnu. 

– Áhersla á að kvikmyndahöfundar og crew séu launþegar hjá framleiðenda frekar en free-lance til að tryggja „social benefits“.

– Leikstjórar fá greidda út hagnaðarhlutdeild frá fyrsta selda miða.

– Í Finnlandi er framleiðendur eru skuldbundnir til að sýna rapport yfir innkomu. Út frá DMS tilskipun. 

Þar að auki:

– Norski kvikmyndasjóðurinn er með leikstjórastyrki sem hægt er að sækja um til að framfleyta sér á milli verkefna og þróa ný verkefni, óháð aðkomu framleiðenda. Þ.e Leikstjórar sem eru virkir (hafa sýnt seríu eða kvikmynd á síðustu 3 árum) geta sótt um starfslaun til að þróa ný verkefni.

– Í Svíþjóð getur Kvikmyndaleikstjóri sótt um listamannalaun og fengið allt að 10 ár. 

STARFSLAUN LISTAMANNA FYRIR KVIKMYNDAHÖFUNDA

Fór ekki inn en er enn á plani stjórnvalda.

KOMANDI VERKEFNI:

IHM ÚTHLUTUN FYRIR 2022

Samtals komu inn fyrir 2022 kr. 20.980.747. Stjórn var sammála um að bíða með að auglýsa eftir umsóknum þangað til eftir aðalfund og klára fyrst leiðréttinguna.

FAGFÉLAG VS STÉTTARFÉLAG

SKL er í dag fagfélag en ekki stéttarfélag sem hefur umboð til að semja fyrir hönd félagsmanna, líkt og tíðkast á hinum norðurlöndunum. 

Stjórn hefur rætt þessi mál talsvert og það er samróma álit allra að mögulega sé komin tími til að skoða breytingar og væri gagnlegt að ræða þetta málefni betur hér á eftir.

Stjórn telur mikilvægt að SKL verði stéttarfélag í einhverskonar mynd á komandi árum en samstaða er lykillinn að öllum árangri í baráttu um réttindi. 

Nóg er að lýsa því yfir að SKL sé stéttarfélag. Hins vegar verður að upplýsa alla félagsmenn um að sú breyting hafi átt sér stað, svo möguleiki sé að segja sig úr félaginu, kjósi viðkomandi ekki að SKL hafi samningsumboð fyrir sína hönd. 

Slík uppfærsla myndi auðvitað þýða mun meiri umsýslu og að öllum líkindum starfsmann í fullu starfi. 

Einnig er möguleiki að starfrækja einskonar „hybrid“ módel. SKL væri ekki stéttarfélag, heldur skilgreindi ásættanleg samningsviðmið og byði félagsmönnum að sækja í sjóð til að fá lögfræðing félagsins til að sjá um að semja fyrir sína hönd við framleiðendur. 

C.a 20% af IHM greiðslum yrði haldið eftir til að standa straum af auknum kostnaði sem ofangreint fyrirkomulag hefði í för með sér.

Sá sjóður gæti einnig staðið straum af óvæntum lögfræðikostnaði vegna einstaklingsdeilna og aðra sértæka réttindabaráttu, t.d. samningagerð og lögfræðilegt álit lögfræðings á samningum félagsmanna.

SAMRÆMT SAMNINGSFORM

Stjórn hefur áform um að hefja samtal við SÍK til að koma samningsmálum kvikmyndahöfunda í betra horf. Mikilvægt er að reyna að koma á samræmdu samningsformi sem tekur tillit til beggja aðila, svo ekki sé alltaf verið að semja frá grunni í hverju verkefni. Formaður SÍK hefur lýst yfir vilja til þessa. Stuðst yrði mögulega við norska módelið.

Ein hugmynd er að bjóða lögfræðingum norsku leikstjóra- og framleiðendafélaganna til landsins til að ræða sameiginlega við íslenska leikstjóra og framleiðendur um hvaða leiðir hafa verið farnar í Noregi og hafa gagnast öllum. Hugsanlega væri hægt að spyrða slíkt við Stockfish, þannig að heimsóknin nýtist íslensku fagfólki á breiðari grundvelli. 

FJÁRMÖGNUN Í GEGNUM MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ

Í skoðun er að fjármagna starfsemi SKL og FLH með fleiri leiðum. T.d. með því að fá styrki frá menntamálaráðuneyti gegn því að SKL gegni ákveðnu kynningar/menntunarhlutverki  í gegnum verkefni  sem gæti heitið “Kvikmyndaskáld í skólum“. 

RSÍ hefur verið með verkefnið “Skáld í skólum” þar sem höfundar frá greitt fyrir að koma í skóla, lesa upp og tala um starfið. 

Hugmyndin er að gera eitthvað sambærilegt. Að leikstjórar og handritshöfundar heimsæki grunnskóla og fái greitt fyrir. Tengist stefnu stjórnvalda um Kvikmyndalæsi.

STARFSLAUN LISTAMANNA FYRIR KVIKMYNDAHÖFUNDA

Fór ekki inn en er enn á plani stjórnvalda.

Spurningar:

Helena spyr út í stuttmyndir vs tilvistargjöld. Ragnar fer yfir ástæður þess að stuttmyndir þurfi að hafa verið sýndar á þremur viðurkenndum hátíðum. Sú krítería þarf að vera til að TikTok myndbönd og sambærilegt verði ekki gjaldgeng verk.

Hafsteinn Gunnar spyr nánar út í stöðu á sjónvarpssjóði. Ragnar rekur harmsögu sem er flókin og þvæld. Þetta er í ferli og er málaflokkurinn í raun steindauður þar til niðurstaða fæst í umræður og samráð. Lítilla tíðinda að vænta þar til næstu fjárlög fara á dagskrá.

Baldvin Z spyr út í stéttarfélagspælingar. Erindinu vísað til dagskrárliðsins „Önnur Mál“.

3.    Reikningar lagðir fram til samþykktar

Svavar endurskoðandi kynnir ársreikninga:

https://drive.google.com/file/d/11HxfFVbHFq7eyuN5dcvvVZJxIw98c6_-/view?usp=share_link

https://drive.google.com/file/d/1cO7V33QLCaxe-p-z91G3fj-7cOFE73OE/view?usp=share_link

Spurningar:

Þór Elís spyr út í mun á 2021 og 2022. Hækkun milli ára skýrist af aftuvirkri leiðréttingu IHM gjalda í kjölfar gerðardóms.

Ársreikningar samþykktur með lófataki.

4.    Lagabreytingar

Eftirfarandi tillaga var samþykkt einróma:

Lagt er til að breytingar verði gerðar á  2. mgr. 6. gr. laganna. Ákvæðið er svohljóðandi nú:

„Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti s.s. tölvupósti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Félagi getur afhent öðrum félaga atkvæði sitt með skriflegu umboði eða óskað eftir því að kjósa rafrænt með minnst viku fyrirvara.“ 

Lagt er til að ákvæðið hljóði svo eftir breytingar:

„Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti, s.s. tölvupósti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Breytingar á lögum félagsins verða þó aðeins gerðar með samþykki 2/3 fundarmanna. Félagi getur afhent öðrum félaga atkvæði sitt með skriflegu umboði eða óskað eftir því að kjósa rafrænt með minnst viku fyrirvara. Vilji félagsmaður bera upp tillögu á aðalfundi sem krefst atkvæðagreiðslu, skal hann senda tillöguna skriflega til stjórnar SKL svo unnt sé að gera grein fyrir tillögunni í fundarboði“.

5.    Félagsgjald

Félagsgjöld haldast óbreytt og eru innheimt samkvæmt venju, þeas félagsgjöld dragast frá IHM úthlutun félagsmanna. Meðlimur sem fær ekki IHM greiðslu borgar ekki félagsgjöld.

Helena vekur upp umræðu um ástæður fyrir þessu fyrirkomulagi. Bendir á ósanngirni þess að sumir meðlimir þurfi ekki að borga félagsgjöld.

Hilmar bendir á að þokkaleg sátt hafi ríkt um þetta fyrirkomulagi, þótt það sé kannski ekki „idealt“. En staðreyndin er sú að ef SKL ætlar að rukka alla meðlimi um ársgjald, felur það í sér umsýslu sem er handan við getu félagsins, auk þess sem líkur eru á að heimtur yrðu bágar.

6.    Þóknun stjórnar

Eftirfarandi tillaga er samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta:

Lagt er til að árslaun hækki um 100 þúsund per stjórnarmeðlim.

7.    Réttindagreiðslur

Fljótlega verður auglýst eftir umsóknun vegna IHM bóta með sama hætti og áður, með þeirri undantekningu að stuttmyndir verða aftur gjaldgengar hvað varðar tilvistargjöld. (sbr ákvörðun stjórnar sem gert var grein fyrir í ávarpi formanns).

Hafsteinn Gunnar spyr út í Gerðardóm: Var niðurstaðan góð eða ekki? Stjórn SKL lítur á niðurstöðuna sem sigur, þar sem hlutfall SKL hækkaði mest allra aðildarfélaga.

SKL ítrekar þá skoðun sína að brýnt sé að koma á fyrirkomulagi þar sem félagsmenn hafi aðgang að lögfræðiaðstoð við gerð samninga. Einnig mikilvæg skilaboð til framleiðenda að allir samningar fari í gegnum félagið og séu því ekki einkamál framleiðenda vs leikstjóra.

Bjargey bendir á að RSÍ og SÍM séu undir hatti BHM, sumsé stéttarfélög. Etv væri hægt að fara svipaða leið. Ragnar er í samtali við m.a. Kolbrúnu Halldórsdóttur um útfærslumöguleika.

8.    Önnur mál

Dögg Mósesdóttir talar um stöðu WIFT. Engin starfandi stjórn er til staðar sem stendur. Mikilvægt að fá reynslumiklar konur inní starfið. Þörfin fyrir starfsemina hefur aldrei verið meiri. Jafnréttisbaráttan er erfið og skiljanlegt að konur veigri sér við að taka slaginn, en það er afar mikilvægt. Dögg lýsir eftir áhugasömum konum innan raða SKL til að koma inn í starfið.

Kristín Andrea talar fyrir hönd Stockfish. Kristín óskar eftir samtali – þetta er hátíð okkar og hátíðin er eign fagfélaganna. Hvers konar input er kærkomið; tillögur að masterklössum, vinnusmiðjum, málstofum osfrv. Ný framkvæmdastjórn er öflug og lyfti grettistaki við að koma nýafstaðinni hátið á koppinn á undraskömmum tíma.

Haukur spyr hvort ræða eigi frekar pælingar varðandi stéttarfélag. Ragnar stígur í pontu og leggur til að þetta verði verkefni stjórnar fram að næsta aðalfundi. Brýnt er að koma á samtali við SÍK / framleiðendur. Upplagt sóknarfæri nú þegar Anton Máni gegnir formennsku fyrir SÍK, en hann hefur reynslu af nánu samstarfi við leikstjóra á grundvelli listar. Það sem virðist mest borðliggjandi er að skilgreina einhvers konar „hybrid“ fyrirkomulag, þar sem SKL væri ekki stéttarfélag en byði uppá lögfræðiaðstoð og stuðlaði að efldri samningavitund og bættum kúltúr varðandi samningagerð. Baldvin Z setur framleiðendahattinn á lýsir því yfir að hann eigi erfitt með að ímynda sér annað en að framleiðendur taki þessum umræðum fagnandi. Framleiðendur lýsa eftir að heildarumhverfi kvikmyndagerðarmanna sé í betri og skýrari farvegi. Ragnar viðrar óheppilega þróun FK sem hefur í raun gefist upp á að vera stéttarfélag og vísar deilumálum til stéttarfélag tæknimanna. SKL vill fara í þveröfuga átt og verða öflugra félag í að styðja við réttindi kvikmyndaleikstjóra. Rætt er um FLH sem býr við óviðunandi rekstrargrundvöll, þar sem IHM greiðslur handritshöfunda fara til RSÍ.

Ragnar segist hafa fengið áfall á fundi með handritshöfundum en þar var almennur skilningur handritshöfunda að þeir þyrftu að afsala sér öllum réttindum til framleiðenda. Ragnar vísar í dóm sem féll Miramax í óhag í deilum við Tarantino, en samningur aðila á milli afhjúpar að samningurinn coveraði ekki ýmis afleidd réttindi sem þar af leiðandi voru eign Tarantino, s.s. remake, bókaútgáfa, myndasögur, osfrv.

Hafsteinn Gunnar bendir á að við séum búnir að tala um rétttindamál í nokkuð mörg ár, en hvað er planið? Hvað á að gera? Ragnar ítrekar að það sé vilji SKL að kýla á þessi mál. Hafsteinn óskar eftir að það verði fært til bókar að aðalfundur óski eftir að þessi mál fari í forgang og að þrýst verði á breytingar til batnaðar.

Það sem við rekum okkur ítrekað á er að SKL er lítið félag, en félög á borð við RSÍ eru stéttarfélög með fimmfalt fleiri meðlimi, lögfræðinga í fullu starfi osfrv.

Kristín Björk spyr hvort það sé standard leikstjórasamningur á heimasíðu SKL. Svarið er nei. Þessu þarf að breyta: Að félagsmenn hafi annað hvort aðgang að standard samningi eða amk bulletpoints yfir mikilvægustu atriði.

Fundi slitið 20:34

Aðalfundur Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL)

Dags: 09. maí 2022

Staður: Hannesarholt

FUNDARGERÐ

Mættir:

Ása Helga Hjörleifsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Óskar Þór Axelsson, Karna Sigurðardóttir, Ásthildur Kjartansdóttir, Rúnar Rúnarsson, Ágúst Guðmundsson, Ásgrímur Sverrisson, Þorkell Harðarson, Erlingur Óttar, Helena Magneudóttir, Óskar Jónasson, Bragi Þór Hinriks, Haukur M. Hrafnsson, Ágúst Guðmundsson, Ugla Hauksdóttir, Kristín Björk, Börkur Sigþórs, Þór Elís, Ásdís Thoroddsen, Jón Gústafsson, Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Björn B Björnsson

Stjórn SKL:  Dagur Kári Pétursson (DKP), Dögg Mósesdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Hilmar Oddsson, Ragnar Bragason (RB)

Formaður, DKP, opnar fundinn og stingur upp á RB sem fundarstjóra sem fundur samþykkir.

Fundarstjóri RB kynnti dagskrá kvöldsins, sem var á þessa leið:

1. Skýrsla formanns.

2. Ársreikningur

3. Inntaka nýrra félaga.

4. Kosning stjórnar

5. Önnur mál

1. Skýrsla formanns.

Handritasmiðja SKL var haldin sl. Vetur. Ákveðið var að fjölga verkefnum úr 8 í12 vegna margra umsókna í fyrri smiðjur. Umsjónarmenn voru Óskar Jónasson, Silja Hauksdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Yrsa Roca Fannberg sér um vinnusmiðju fyrir heimildarmyndir, umsóknarfrestur 6.apríl, smiðja haldin í lok apríl.

Kvikmyndamiðstöð styður smiðjurnar fjárhagslega.

Podcast félagsins er á heimasíðu félagsins og á Spotify og Soundcloud, opið format, félagsmenn mega gera þætti og fá lánaðann míkrófóninn.

Alþjóðlegt starf félagsins hefur legið niðri vegna Covid-19. Stóð til að halda aðalfund FERA rétt fyrir jól en hann verður haldinn núna í maí og Dagur sækir fundinn erlendis.

Kvikmyndamiðstöð hefur haldiðsamráðsfundi með fagfélögunum, drög að nýrri reglugerð mest rædd þar. 

Ragnar Bragason situr í Kvikmyndaráði fyrir hönd SKL. Hefur gert athugasemdir við hugmyndir ráðuneytisins um að breyta KMÍ í fjárfestingasjóð með endurgreiðsluákvæðum. Frá því verður horfið.

Kallaður til sérstakur sáttamaður vegna áralangra deila um IHM mál. Sáttarmaður skilaði inn tillögum sem voru ekki samþykktar og málið er fyrir Gerðardómi þessa dagana.

Niðurstaða sáttarmanns var að lækka SKL niður í 8,5 % úr 12% á meðan SÍK vill hækka úr 15% í 18%. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur félagsins er í orlofi og fenginn var nýr lögfræðingur, Magnús Hrafn Magnússon sem stjórnin er mjög ánægð með og hann verður áfram lögfræðingur félagsins og tekur við af Sigrúnu. Niðurstaða sáttamanns verður send út á félaga.

Meðal gagna í málflutningnum var evrópsk könnun um kjör höfunda í kvikmyndagerð, leikstjóra og handritshöfunda.

Nokkrar staðreyndir úr könnuninni: Tekjuhlutfall leikstjóra er 57,7% , réttindagreiðslur 17%, meðal starfsaldur 15 ár,  74% segja ekki geta unnið eingöngu við leikstjórn. 81% segja erfitt að ná fram hagstæðum samningum við framleiðendur. 83% vilja ekki skipta um starf.

Handritshöfundar koma mun betur út úr könnuninni.

Dagur Kári mun víkja sem formaður þar sem hann hefur setið tvö tímabil.

Björn B. Björnsson spyr:

  • Hvernig var tillagan sáttarmanns í IHM og sérstaklega hlutur tónlistar.
  • Dagur svarar að hlutur tónlistar minnkar.

2. Framlagning ársreikninga til samþykktar

Hilmar Oddsson kynnir ársreikning félagsins fyrir árið 2021 auk ársreiknings vegna IHM og voru þeir báðir samþykktir af fundinum.

Tekjustofnar eru m.a. IHM gjaldið sem félagið fær árlega, félagsgjöld. Undantekning ef tekjur koma annars staðar frá. 

Stærsti gjaldaliður eru greiðslur úr IHM.

Fundarkostnaður 15.000-20.000 að halda stjórnarfund.

Aðalfundur á bilinu 200.000-400.000

Ferðakostnaður vegna aðalfundar FERA en lítill ferðakostnaður undanfarin 2 ár.

Handritasmiðjan, fáum styrk frá KMÍ og útgjöldin eru eftir því. Borgum sirka 150.000 í FERA

Laun stjórnarmanna, óbreyttur stjórnarmaður þiggur 200.000, gjaldkeri 300.000 og formaður 400.000.

Styrkjum Stockfish um 300.000.

Aðrir kostnaðarliðir eru m.a. lögfræðikostnaður, endurskoðun og félagsgjöld BíL.

Óbreytt félagsgjald í langan tíma 25.000 sem eru greiddar með tekjum sem félagsmenn þiggja.

83% af tekjum félagsins koma úr IHM

IHM Rekstarhluti

IHM greiðslurnar koma inn í tveimur hlutum 11.10 komu inn 14.000.000 að hluta til úthlutað, önnur greiðsla kom inn 24.des 10.000.000.

  • Helena Magneudóttir spyr hvort þetta hafi verið öðruvísi 2020?
  • Þá þurfti að skila tveimur ársreikningum svarar Hilmar Oddsson.
  • Ásdís Thoroddsen segir að vegna deilna frestaðist að greiða úr kapalkerfum erlendis, frá 2013, hún er með mynd í vod og spyr út í greiðslur og hvort lögfræðingur sé búinn að rýna í reglurnar, Hilmar Oddsson segir að svo sé. Hann segir jafnframt að greiðslurnar hafa stundum verið óreglulegar af því að stundum hafa ekki komið greiðslur.
  • Björn B.Björnsson bendir á að gjaldkeri verði að vita fyrir hvaða ár er verið að borga fyrir.
  • Hilmar segir þetta hafa gerst sjálfkrafa. Ef að greiðsla kemur á miðju ári þá er hún fyrir árið á undan. 
  • En ef eitthvað er uppsafnað spyr Björn B. Björnsson. Hilmar Oddsson svarar að það gildi reglur um það. Félagið heldur eftir 17% en má halda 25%
  • Ásthildur spyr út í tilvistargjald en það er önnur umræða og verður tekin í önnur mál.
  • Greitt verður úr IHM í byrjun júní segir Hilmar Oddsson.

3. Inntaka nýrra félaga.

Aðalfundir samþykkir að veita 13 nýjum félögum inngöngu í SKL 

Nýir félagar eru:

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Anton Karl Kristensen 

Anton Sigurðsson 

Álfrún Örnólfsdóttir 

Ásgeir Sigurðsson

Davíð Óskar Ólafsson

Elvar Gunnarsson 

Eva Sigurðardóttir

Hanna Björk Valsdóttir

Jón Bjarki Magnússon 

Kristín Andrea Þórðardóttir

Kristófer Dignus

Styrmir Sigurðsson

Meðlimir SKL eru nú alls 115.

4. Kosning stjórnar 

Eftirfarandi buðu sig fram til stjórnar: 

Ragnar Bragason formaður

Hrönn Sveinsdóttir varaformaður

Karna Sigurðardóttir gjaldkeri

Dagur Kári Sigurðsson stjórnarmeðlimur

Hilmar Oddsson stjórnarmeðlimur

Varamenn:

Dögg Mósesdóttir

Ása Helga Hjörleifsdóttir

  • Björn B. Björnsson bendir á að það eigi að auglýsa eftir framboði og bjóða félagsmönnum uppá að bjóða sig fram. 
  • Ábendingin er tekin til greina af stjórn.
  • Ásdís Thoroddsen spyr hvort það hafi verið auglýst eftir framboðum í stjórn meðal félaga. Hilmar Oddsson svarar að kosning stjórnar er annað hvert ár og má skilja sem svo að það sé hægt að bjóða sig fram en ekki hafi verið auglýst sérstaklega eftir stjórnarmeðlimum.
  • Helena Magneudóttir bendir á að sama umræða hafi átt sér stað fyrir tveimur árum. 
  • Karna Sigurðardóttir leggur til að kosning stjórnar eigi sér stað eftir matarhlé, þannig að fólk hafi kost á að íhuga framboð.  
  • Ásdís Thoroddsen segir það mjög bratt og að það mætti tilkynna framboð viku áður.

Ný stjórn kosin einróma. Stjórnin mun starfa frá 2022-2024.

MATARHLÉ

5. Önnur mál.

Ásgrímur Sverrisson tekur til máls.

  • Hann vill upplýsa félaga um stöðu ÍKSA. Farið verður í endurskoðun á félaginu og rýnivinnu, verður send út könnun til meðlima Akademíunar til að biðja um álit.
  • Anna Hildur Hildibrandsdóttir stjórnar nefnd sem tekur við gögnunum, þau munu leiða vinnuna ásamt sérfræðingum. Rýnivinnunni verður lokið fyrir Edduna á næsta ári.
  • Streymisveita íslenskra kvikmynda, hrekkur vonandi í gang í næsta mánuði, opnar með x mörgum titlum og svo bætist við. 1400 titlar íslensk kvikmyndagerð fyrir utan sjónvarpsþætti. Bíómyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir.

Björn B. Björnsson tekur til máls. Spyr hvort að rök séu fyrir því að veittar séu greiðslur fyrir sjónvarpsþáttaraðir en ekki tilvistargjald.

Í kjölfarið hefjast umræður um tilvistargjaldið og bent er á að það hafi átt við um kvikmyndir en því er mótmælt þar sem innkoma IHM sé fyrir bæði kvikmyndir og sjónvarp. 

Bent er á að tilvistargjaldið nái ekki yfir stuttmyndir. 

Stjórnin bendir á að það hafi verið samþykkt á öðrum aðalfundi. Stjórnin segist geta tekið þetta upp og ákveðið og segja þetta ákveðna leið til að losna við innheimtu á félagsgjöldum. Ákveðið er að stjórnin taki þetta til athugunar.

Félagsmaður vill að aðalfundur ráði þessu og taki ákvörðun. Þó nokkrir félagsmenn eru sammála því að stuttmyndir séu með í tilvistargjöldum. Þessu er mótmælt þar sem stjórnin eigi að ráða þessu. Lagt er til að stjórnin skoði þetta vel og leggi fram tillögu um breytingu á næsta aðalfundi sem er samþykkt.

Stjórnin bendir á að ef úthlutað væri bara eftir sýningum, þá væru þeir einu sem fengu úr 20 milljóna potti þeir sem voru með efni í línulegri dagskrá en restin fengi ekki krónu. Stjórnin bendir á að samkvæmt félaginu jafngilda 3 stuttmyndir einni kvikmynd. Heimildarmyndir þurfa að vera 50 min.

Stjórnarmeðlimur leggur til að sömu reglur gildi um IHM og tilvistargjald.

Bent er á að 17-25% af IHM gjöldum má nýta í rekstur félagsins.

Haukur M. Hrafnsson tekur til máls.

  • Kannar hugmyndir um breytingu á fyrirkomulagi handritastyrkja, finnst fáránlegt að þurfa að bíða svona lengi og biðja um 3 styrki. Í Póllandi færðu allan styrkinn í einu, er aðeins meira aðhald ef þú hefur aldrei gert mynd. Ef þú hefur gert 2 “skúffuhandrit” í röð, þá getur þú ekki sótt um aftur í langan tíma. 
  • Ragnar Bragason segir margbúið að ræða þetta við Kvikmyndasjóð. Sjóðurinn er að skoða hvernig er hægt að finna leiðir. Þetta gerir höfundum ekki kleift að starf við fagið. Það má ekki mismuna fólki.
  • Ragnar leggur til að stjórnin muni álykta um þetta.
  • Rúnar Rúnarsson leggur til að fá meiri upplýsingar um nýja meðlimi. Láta nöfn og helstu verk fylgja með nöfnun nýrra meðlima.

Fundið slitið 20.30

Fundarmenn samþykkja fundargerð þessa.

Ritari aðalfundar Dögg Mósesdóttir

———————————————————————————————————————————–

Aðalfundur SKL

Dags: 25. maí 2021,

Staður: Hannesarholt

FUNDARGERÐ

Mætt eru:

María Sigurðardóttir

Inga Lísa Middleton (á Zoom)

Rúnar Rúnarsson

Anna Th. Rögnvaldsdóttir

Helena Jónsdóttir

Björn Brynjúlfur Björnsson

Konráð Gylfason

Þorsteinn Gunnar Bjarnason

Börkur Gunnarsson

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Óskar Jónasson

Marteinn Þórsson

Ásgrímur Sverrisson

Þór Elís Pálsson

Nanna Kristín Magnúsdóttir (á Zoom)

Óskar Þór Axelsson

Bjargey Ólafsdóttir

Silja Hauksdóttir

Valdís Óskarsdóttir (á Zoom)

Ágúst Guðmundsson

Börkur Sigþórsson

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Erlendur Sveinsson

Gunnar Björn Guðmundsson

Hjálmtýr Heiðdal

Helena Magneudóttir          

Ásthildur Kjartansdóttir

Ísold Uggadóttir

STJÓRN SKL: Dagur Kári Pétursson, Hilmar Oddsson, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Ragnar Bragason, sem og Védís Eva Guðmundsdóttir, lögfr. SKL.

AÐRIR FUNDARMENN:

Zoom umsjón: Annalísa Hermannsdóttir

Formaður, DKP, opnar fundinn og stingur upp á ÁHH sem fundarstjóra sem fundur samþykkir.

Fundarstjóri ÁHH kynnti dagskrá kvöldsins, sem var á þessa leið:

  1. Skýrsla formanns.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  4. Önnur mál: m.a. heimasíða, podcast, o.fl.

Liður 1 – skýrsla formanns

Langmesta púðrið í ár fór í IHM, um langt skeið ósætti meðal aðildarfélaganna um hvernig eigi að skipta peningum úr sjóðnum. Ef tilburðir til sátta hafa runnið út í sandinn ber skv. sáttum félagsins að skipa utanaðkomandi sáttamann, sem kemur með sáttatillögu, og ef hún er felld fer málið fyrir gerðardóm.

Sigrún Ingibjörg hefur tekið sæti í stjórn IHM, f.h. SKL, og í dag situr Védís Eva fyrir hennar hönd á meðan hún er í barneignarleyfi, lögmenn á Rétti. SKL skilaði greinargerð til sáttamanns árið 2020, fundaði með sáttamanni, farið yfir tillögu sáttamanns. Skv. upphaflegri og endanlegri tillögu sáttamanns fær SKL 8,5%, þrátt fyrir kröfu um 17%, til vara 15% og til þrautavara 13%. Mikil vinna lögð í greinargerð og góðir fundir haldnir með sáttamanni sem tók ekki tilllit til sjónarmiða SKL.

Upphaflega með gerðardómi fékk SKL 12%, en með árum hafði slíkt lækkað í 8% og fór nú upp um hálft prósent. SÍK hafði hins vegar hækkað á þessum tíma. Mat SKL að höfundarréttarleg sjónarmið fengu ekki ráðið för, heldur fjárhagsleg sjónarmið. Í dag hefur eintakagerð farið minnkandi, þar sem miðlun í dag fer fram á óefnislegan hátt og erfitt að henda reiður á hver raunveruleg eintakagerð sé. Dagur nefnir að það ættu að vera tveir flokkar, eigindlegur höfundarréttur (höfundar) og afleiddur höfundarréttur (framl. og flytjendur), því hinir fyrri eru forsenda þess að hinir seinni geti notið höfundarréttar. Að mati Dags eru framleiðendur metnir tiltölulega hátt út frá meintri fjárhagslegri áhættu. SKL reyndi að sýna sáttamanni fram á að fjárhagsleg áhætta leikstjóra sé engu minni. Í Evrópu og Skandinavíu eru kvikmyndaverk framleidd fyrir opinbert fé og sjóði – soft money – sem er byggt á getu og orðspori kvikmyndahöfunda. Auk þess er verktími langur, 5-8 ár að koma einni kvikmynd á koppinn, og á því tímabili er ýmislegt fjárhagslegt tjón f höfund og leikstjóra. Eftirfylgni verkefna, langur biðtími eftir fjármagni, erfitt að skuldbinda sig í ný verkefni. Ef fjármögnun mistekst tapast tími og fé. Algengt að leikstjórar taki bara beina fjárhagslega áhættu með því að deferra launum sínum upp á von og óvon.

Framhaldið: sáttatillagan verði felld á fulltrúaráðsfundi 2. júní nk. og síðan væntanlega skipaður gerðardómur.

Annað: kvikmyndastefna var mótuð í ár. Dramatískasta breyting hvað varðar Kvikmyndasjóð er að stofnaður var Sjónvarpssjóður, að fyrirmynd Nordisk Film og TV fond, 400 milljónir. Smá pikkles að það þurfi að gera lagabreytingu til að stofna sjóðinn, en á meðan verður því úthlutað í gegnum gamla Kvikmyndasjóðinn. Áður fóru um 200 milljónir í þróun og mótun sjónvarpsefnis, mun hækka sem því nemur. Áhersla SKL að þessi hækkun verði til þess að bústa upp þróun handritsstyrki, nýliðun og tilraunamennsku. Ragnar Bragason situr í Kvikmyndaráði sem er að setja þennan sjóð á fætur.

SKL bindur vonir við að starfslaun til höfunda verði komið á fót ekki seinna en árið 2022. Ánægjuefni að kvikmyndastefnan leggur áherslu á kvikmyndamenntun á háskólastig.

Að venju hefur SKL staðið fyrir handritasmiðju í samstarfi við KMÍ. Huldar Breiðfjörð var umsjónarmaður í þetta sinn, metaðsókn. SKL er að gæla við að halda aukasmiðju, í haust, á umræðustigi. Að þessu sinni ákvað Huldar að helmingur væri kvikmyndir og hinn helmingur sjónvarpsverkefni. SKL, í samstarfi við KMÍ og Yrsu Roca Fannberg, mun halda höfundasmiðju í heimildamyndagerð, með komu erlends gests, Andreo, á Ísafirði – enn hægt að sækja um, frestur er til miðvikudags.

SKL tekur undir venjulegum kringumstæðum þátt í alþjóðlegu samstarfi, FERA og norrænu samstarfi, en vegna Covid varð ekki af því á þessu ári. Stendur vonandi til bóta.

Loksins fengum við heimasíðu á koppinn, tókum þann pól í hæðina að vera með hana einfalda og skilvirka, sækja um aðild, nálgast lög og reglur félagsins, úthlutunarstefnu. Raggi mun sýna það betur í öðrum dagskrárlið.

Einnig ósk SKL að minnast félagsmannsins Árna Óla eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Minnir á söfnunarreikning fjölskyldu hans, SKL greiddi 100 þúsund til þeirra. Bransinn bjó til klapptré og hafa verið birtar myndir á samfélagsmiðlum, líka í Póllandi þar sem hann starfaði og lærði. Mínútuþögn haldin í hans heiðri. Mynd hans Vorka kemur út á næstunni, pólsk sjónvarpssería í samstarfi v Netflix kemur líka út.

Spurning úr sal: hvers eðlis er ágreiningur v. IHM? DKP útskýrir að þetta sé í raun ágreiningur milli flytjenda og framleiðenda vs. höfunda. Védís bætir við að það sé breið samstaða um að það séu sérstaklega framleiðendur sem fái of mikið af hálfu aðildarfélaga sem eru bæði með og á móti tillögunni. Ljóst af síðasta stjórnarfundi IHM að sáttatillaga VMM verður felld, líklega þannig að IHM beri gerðardómskostnaðinn skv. samþykktum.

Spurning um kynjahlutfall á kvikmyndasmiðju: jafnt af þátttökunni skv. Ragnari Bragasyni

Liður 2 – inntaka nýrra félaga

ÁHH fer yfir inntöku nýrra félaga og þeirra verk.

Tinna Hrafnsdóttir

Fannar Sveinsson

Hannes Þór Halldórsson

Ólöf Birna Torfadóttir

Snævar Sölvi Sölvason

Þórður Pálsson

Valdimar Jóhannsson

Jón Einarsson Gústafsson

Elfar Aðalsteins

Daníel Bjarnason

Gagga Jónsdóttir

Engin andmæli, nýjir meðlimir samþykktir.

Liður 3 – reikningar samþykktir

  • HO kynnir almenn reikningsskil. Skýrir að nú sé aðskilið bókhald, flækjustig.
  • Rekstrartekjur námu 20.596.145 kr. Niðurbrotið: Fengu rúmlega 16 milljónir frá IHM, 2,6 milljónir frá KMÍ vegna handritsnámskeiða, félagsgjöld nema 1.350.000 kr. og aðrir styrkir voru 200.000 kr.
  • Gjöldin: þóknun til höfunda um 16 milljónir, aðkeypt sérfræðiaðstoð um 1,1 milljón, stjórnarlaun 1,5 mkr. og handritanámskeið 1 milljón. Farið yfir aðra smærri útgjaldaliði, s.s. styrki til Stockfish og félagsgjöld til erlendra félagasamtaka.
  • Rekstrarhagnaður er neikvæður um rúmlega 376.000 kr.
  • Eignir samtals 22.019.738 kr. – óráðstafað eigið fé 21.316.008 kr.
  • Skuldir, aðallega ógreidd stjórnarlaun, að fjárhæð 700.000 kr.
  • Farið yfir sjóðsstreymi, handbært fé jókst lítillega frá upphafi árs.

HO ætlar að stikla á stóru vegna IHM rekstrarhlutans. HO dregur fram að SKL sé óheimilt að draga meira af umsýslu en skv. raunkostnaði, skv. lögum SKL má hlutfallið ekki nema meira en 25% af heildarframlagi IHM. Í ár nam umsýslukostnaður um 2.268.326 kr. sem er aðeins um 13% svo að SKL er ánægt að vera vel innan marka. Þessi bókhaldsreikningur er hluti af hinum rekstrarreikningnum.

Spurning: fjöldi sem fengu þóknun úr sjóðnum? DK telur að þetta hafi verið 54 aðilar. Sú tala sem var gefin BÍL.

Allir fundarmenn samþykkja reikningsskil.

Liður 4 – önnur mál

Ragnar kynnir heimasíðuna, þakkar Hrönn fyrir vinnuna: www.icelandicfilmdirectors.is.

Enn í vinnslu og ekki alveg ókláruð, en bendir á t.d. yfirlit yfir félagsmenn, lögin, úthlutunarstefnu SKL, o.fl.

Bendir á form að leikstjórasamningum, SKL vilja breyta kúltúr í þessu samningaformi. DK nefnir að færa þurfi þetta úr ameríska forminu í það evrópska.

Spurning um samninginn: hefur SKL gert samning við SÍK um að nýta þennan samning? RB svarar að SKL hafi ákveðið að stíga fyrsta skrefið og gera okkar viðmiðunarsamning, og í framhaldinu er hægt að taka samtal við framleiðenda. Ekki einhugur meðal framleiðenda að taka þennan samning sem stendur. SKL bendir á þetta séu lágmarksréttindi sem gott er að hafa til viðmiðunar.

Björn B Brynjólfsson segir að þetta sé sterkt og réttarbót og lýsir yfir ánægju yfir þessu og bendir á að næstu skref séu að SKL taki skref sem félag gagnvart SÍK að þessir samningar verði nýttir í framtíðinni.

RB hvetur alla að hafa samband þá sem ekki eru meðvitað um samtökin að gerast meðlimir.

RB bendir á IHM-flipann, þar sé SKL að fullnægja skyldu sinni um upplýsingaskyldu tengdri þeim skyldum sem leiða af móttóku fjármuna úr sjóðnum sem umsýsluaðili.

Fjallar um flipann sem á eftir að koma inn á heimasíðuna, „leikstjóra-spjall“, þar koma podcast-hlekkir inn. Díalógur leikstjóra. Óskar segir frá hugmyndinni að baki þáttunum, opin vettvangur. Farið yfir kynjahlutföll félagsmanna í matarhlé.

MATARHLÉ

Fundi haldið áfram eftir matarhlé.

Þar er tekið við ábendingum úr sal um umræðuefni sem vilji er til að ræða.

Streymisveita:

  • Ási talar um streymisveitu KMÍ og Kvikmyndasafnsins fyrir íslenskar bíómyndir og stuttmyndir. Er í kvikmyndastefnu. Vinna að hefjast. Verður haft samband við rétthafa og fá fram sjónarmið. Hugsað sem eins konar endastaður, ekki frumsýningarveita. Ragnar spyr hvort aðgengið verði takmarkað við Ísland, en Ási svarar að hugmyndin sé alþjóðlega. Hægt að læsa fyrir erlendan aðgang á tilteknum myndum.
  • Kemur sjónarmið úr sal um að hægt væri að nota þetta til að sýna í kennslu. Í samningagerð þarf að hugsa um territories. Rétthafi ákveður hvenær fer inn og eftir hvaða skilmálum.
  • Hugmyndin í leiðinni er sú að allar myndir á Kvikmyndavef, þar verði rammi eða leið sem segir hvar myndin er núna, þá er hægt að benda á ef hún er um þessar mundir á Rúv og Netflix.
  • Hugsun að greiða pay per view.
  • Heimildarmyndir eru í vondum málum, þar sem ýmist efni hefur verið keypt víðs vegar um heim, en ekki er heimilt að sýna þetta efni neins staðar.
  • Hefur líka verið hugmynd að Menntamálastofnun sé með vef í notkun fyrir kennslu þar sem aðgangur er að íslensku kvikmyndaefni.

Physical Cinema hátíðin:

  • Helena Jónsdóttir stjórnandi hátíðarinnar kynnir hátíðina fyrir félagsmönnum. Kvikmyndaverk eða myndlistarverk sem falla milli almennra skilgreininga, en eru í stuttri lengd.
  • Tilraunamyndir.  Myndir sem falla ekki innan hefðbundinna kvikmyndahátíða. Tónlistarmyndbönd í lengri útgáfu. Eða myndir sýndar í opnum rými, úti, varpað á vegg o.fl.
  • Tilraunamyndir.  Myndir sem falla ekki innan hefðbundinna kvikmyndahátíða. Tónlistarmyndbönd í lengri útgáfu. Eða myndir sýndar í opnum rými, úti, varpað á vegg o.fl.
  • Sýningar í Bíó Paradís núna.
  • Samstarf m.a. við Argo í Brussel.
  • ÁHH nefnir að í kvikmyndastefnunni að rýmka skilgreiningu á kvikmyndaverkum.

Vinnuálag:

  • Óskar Jónasson vill ræða vinnuálag í faginu. Samtal um hvaða kúltúr ætti að ríkja í bransanum. Samanburður v. nágrannalönd.
  • Oft langar tarnir, lítil frí. Fleiri seríur í dag líka.
  • Generalt 12 tíma vinnudagar í gangi í dag.
  • Oft erfitt fyrir alla í crewinu.
  • RB nefnir að mikið af fólki sem vinnur í kvikmyndagerð og fjölda verka, mikið álag á þeim. Viljum ekki kulnun eða flosnun úr starfi fyrir fólk sem vinnur á hverjum degi í tökum. Listrænir stjórnendur og höfuð verkefna bera ábyrgð á þessu.
  • Hægt að setja það í samninga?
  • DK lýsir reynslu sinni af danska umhverfinu, 40 tíma vinnuvika max.
  • DK bendir á að kvikmyndastefnan taki mið af þessu. Fjölskylduvæn grein. Samt smá clash, fjárlagsramminn hefur skilgreint leikaraformið upp á nýtt, ákveðnir tökudagar, staðir og leikarar. Ákveðið reipitog.
  • Nefnt að oft færast líka verkin til Austur-Evrópu þegar ramminn er skilgreindur þröngt.
  • Samtal við SÍK. Fjölga dögum í tökur – hugmynd ÁHH.
  • Rúnar bendir á að dagafjöldi í tökum tekur einnig mið af því að tækjakostnaður og leiga er oft miðað við fjölda tökudaga. Líklega samtal sem þarf að eiga frekar við yfirvöld, fá meira fjármagn í þá t.d. leigu og fleira, til að geta lengt tímabilið. Þýðir þetta að við viljum gera færri myndir eða lækka okkur í launum, áhrifin verða einhver.
  • Þór nefnir samanburð við norskt umhverfi, ekki unnið lengur en til 4.
  • Ásthildur nefnir að það skipti máli að fá helgarnar í frí. Ekki tímafjöldi per dag sem skiptir öllu, heldur að ná tveimur frídögum í viku.
  • Börkur nefnir að mórallinn skiptir öllu, nobudget eða lowbudget vinna ekki í sama samhengi.
  • RB segir frá störfum Kvikmyndaráðs, aðstoða ráðuneytið við að smíða reglugerð um nýjan fjárfestingarsjóð fyrir sjónvarpsefni. Ráðuneytið hafði ekki unnið grunnvinnuna að það þyrfti lagabreytingu til að geta gert reglugerðina og sett hana í framkvæmd. Allt þetta er fjárlagabundið, ný ríkisstjórn gæti tekið aðra stefnu. Ráðuneytið er ekki að vinna í kvikmyndastefnunni, ekki heldur KMÍ nema þá að þessi veita sé komin í farveg, falleg orð en ekki neinn sem hrindir þessu í framkvæmd, heldur bransinn sem breytist.
  • Í Bretlandi eru þetta 5 daga vinnuvika, 11 tíma vinnudagur, 1 klst hádegismat, samkvæmt Berki Sigþórssyni.
  • Ljóst að þessar kröfur gætu hækkað kostnað á verk, ættu þá styrkir að hækka líka?
  • Stofna nefnd milli fagfélaga.
  • Dögg nefnir sína stefnu hjá framleiðslufyrirtækinu sínu með það að markmiði að vinna 8 – 10 tíma hámark og fólk er til í að fá minna greitt fyrir styttri vinnudaga. Feminísk stefna og fjölskylduvæn. Dögg nefnir að það verði að fá tækjaleigurnar með í lið.
  • Oft munur á sjónvarpsseríum og kvikmyndum, meira maraþon í seríum.
  • RB nefnir að formenn í fagfélögum að skipuleggja þverfaglega diskusjón.
  • Óskar nefnir að hægt sé líka að reyna að beita sér fyrir því að tökudagar haldist samir en samt að stytta vinnudaga, kannski munu afköstin verða þau sömu undir þeim formerkjum.

Endurvekja sýningar á myndum og leikstjóri hefur commentary.

  • Anna Rögnvaldsdóttir fjallar um prógramm fyrir 15-20 árum síðan þar sem haldnar voru samkomur í Bíó Paradís, taka aftur upp, að félagsmenn hittist á leikstjórakvöld, þar sem nokkra mánaða gamlar myndir voru sýndar í fullri lengd, eftir að þær hættu í almennum sýningum. Hljóðið lækkað og leikstjórinn lýsir því sem átti sér stað á setti við tiltekna senu, fjallað um casting og allt sem tengist umræddri mynd. Stinga upp á að þetta sé aftur tekið upp.
  • HO nefnir að leigan hafi verið sanngjörn hjá Bíó Paradís.

Fundi slitið kl. 20.30.

Fundarmenn samþykkja fundargerð þessa.

——————————

Aðalfundur SKL 3. júní 2020, Hannesarholt
FUNDARGERÐ


Mætt eru:
STJÓRN SKL: Dagur Kári Pétursson, Ísold Uggadóttir, Hilmar Oddsson, Hrönn
Sveinsdóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, sem og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur
SKL.

Yrsa Roca Fannberg
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Ásthildur Kjartansdóttir
Guðrún Ragnarsdóttir
Ásgrímur Sverrisson
Marteinn Þórsson
Erlendur Sveinsson
Valdís Óskarsdóttir
Rúnar Rúnarsson
Vera Sölvadóttir
Karna Sigurðardóttir
Ágúst Guðmundsson
Konráð Gylfason
Hjálmar Einarsson
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Arnór Pálmi Arnarson
Þór Elís Pálsson
Lárus Ýmir Óskarsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
Friðrik Þór Friðriksson
Hrafn Gunnlaugsson
Jón Karl Helgason
Helena Jónsdóttir
Anna Th Rögnvaldsdóttir
Benedikt Erlingsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Helena Stefánsdóttir
Börkur Gunnarsson
Júlíus Kemp
Jóhann Sigmarsson
Ingvar Ágúst Þórisson
Ari Alexander Ergis Magnússon
Dögg Mósesdóttir
Fundarstjóri Ísold Uggadóttir kynnti dagskrá kvöldsins, sem var á þessa leið:

  1. Ávarp formanns
    Dagur fór yfir starfsárið 2019-2020, og þær aðgerðir sem farið var í til að efla starfsemi
    félagsins. Þar ber helst að nefna heimsókn Söndru Piras og Christine Vestergaard frá
    dönsku leikstjórasamtökunum til Íslands, þar sem þær kynntu bæði starfsemi
    samtakanna sem og Create Denmark, en það eru ný samtök sem standa vörð um réttindi
    danskra listamanna almennt (leikstjóra, myndlistarmanna, tónlistarmanna, leikara o.fl.
    – sjá nánar á https://createdenmark.dk).
    Í apríl 2019 fóru Dagur og Hilmar á Nordic Summit, þar sem eitt helsta umræðuefnið var
    ógreidd og ósýnileg vinna leikstjóra, þá sér í lagi á þróunarstigi kvikmynda sem og
    kynningarvinnu/eftirfylgni. Og að þessu sinni buðu Danir forstöðumönnum allra
    kvikmyndastofnanna á Norðurlöndunum til að heyra þeirra sýn.
    Í September 2019 fóru Hilmar og Ása Helga á FERA ráðstefnuna, en þar voru helstu
    umræðuefnin:
  • Hvernig leikstjórar geta fótað sig gagnvart þeim samningafrumskógi sem Netflix
    og aðrar streymisveitur presentera fyrir okkur (“Gaining a better bargaining
    position towards the streaming services”.)
  • Ósýnilegt starf leikstjórans (líkt og var rætt á Nordic Summit). Það veit enginn /
    skilur nákvæmlega hvað við gerum, miðað við t.d. handritshöfunda eða leikara.
    Hvernig getum við gert starfið okkar sýnilegra í augum framleiðanda og annara?
  • Samstaða var mikið rædd – og mikilvægi þess að leikstjórar stæðu saman ekki
    síst hvað samningagerð varðar.
  • Kynning á Create Denmark, og var þá sérstaklega farið yfir kosti þess að fagfélög
    listamanna og ekki síst höfunda standi saman.
  • Í mars 2020 tók SKL það skref að ráða til sín lögfræðing, Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur.

  1. Fulltrúar SKL í nefndum:
    KVIKMYNDARÁÐ
    Ragnar Bragason var skipaður í ráðið í desember 2019, og er Ása Helga Hjörleifsdóttir
    varamaður.
    BÍÓ PARADÍS
    Tveir fulltrúar SKL sitja í stjórn, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Helga Rakel
    Rafnsdóttir.
    IKSA
    Tveir fulltrúar SKL sitja í stjórn ÍKSA, en frá og með júní 2020 eru það Karna
    Sigurðardóttir og Ágrímur Sverrisson.
    BÍL
    Formaður SKL situr í stjórn BÍL.

  1. 9 nýir félagar voru teknir inn:
    Arnór Pálmi Arnarson
    Börkur Sigþórsson
    Kristín Björk Kristjánsdóttir
    Erlendur Sveinsson
    Hlynur Pálmason
    Helena Jónsdóttir
    Katrín Ólafsdóttir
    Karna Sigurðardóttir
    Nanna Kristín Magnússon

4. Skýrsla gjaldkera (Hilmar lagði fram ársreikninga sem voru samþykktir)

  1. Bíó Paradís
    Hrönn sagði frá stöðu mála varðandi Bíó Paradís. Kvikmyndasafnið og KMÍ eru ekki að
    sinna skyldu sinni til að miðla kvikmyndarfinum, Bíó Paradís hefur sinnt því linnulaust.
    Rekstrarkostnaður BP rýkur upp (vegna leigukostnaðar). Reynt var að láta
    Reykjavíkurborg kaupa BP en borgin sagði nei. Þá reyndi Hrönn að kaupa BP sjálf með
    aðstoð ríki og borgar, en rakst á veggi enda er mikil tregða hjá Ránuneytinu gagnvart
    þessu máli (án útskýringa). En eftir japl, jaml og fuður bauðst MMRN að leggja til 10
    milljónir, sem er hreinlega upphæð sem hjálpar sama og ekkert… það tókst að tosa ríkið
    uppí 12, og borgin segist nú ætla að brúa bilið. Þannig er staðan núna í júní 2020, og
    akkúrat núna er verið er að laga salernin og rakaskemmdir. Verið er að semja um lægri
    leigu, og fékk Hrönn það í gegn að tilætluð hækkun á leigu (úr 1.1m á mánuði yfir í 2.5)
    gerist ekki á einni nóttu heldur skref fyrir skref, yfir lengra tímabil. Það kom fram í
    framsögn Hrannar að verðmiði á BP er 425 milljónir fyrir báðar hæðir (líka KMÍ).

  1. Kvikmyndastefna 2020-2030
    Dagur kynnti umfangsmikil vinnu nefndar sem var sett saman á vegum
    Menntamálaráðuneytisins til að móta nýja kvikmyndastefnu fyrir næstu 10 árin, í takt
    við breytt landslag í bransanum. Úr röðum SKL sátu í nefndinni Dagur Kári (sem
    formaður, ásamt Grímari Jónssyni), Ása Helga Hjörleifsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson.
    Vinnunni var hagað þannig að fyrst var hlustunartímabil þar sem rætt var við helstu
    aðila og stofnanir innan geirans. Svo tók við úrvinnsla á upplýsingum og gögnum, og
    urðu þá 4 meginmarkmið til: 1. Kröftug kvikmyndamennning. 2. Öflugt menntakerfi og myndlæsi. 3. Sterkt
    starfsumhverfi (innviði bransans styrkt). 4. Að íslensk kvikmyndagerð verði sterkt
    „brand“ útá við.

7. Sigrún Ingibjörg kynnti drög að nýjum lögum félagssins, sjá viðhengi.

Umræður í kjölfar laganna:
Rúnar bendir á að „viðurkennd kvikmyndahátíð“ er of loðið hugtak – væri hægt að vísa í
lista? Guðmundur styður þetta líka. Sigrún bendir á að lögin þurfi að lifa lengur en slíkir
listar – spurning um orðalag eins og „eftir verklagsreglum hvers tíma“.

Helena bendir á að það mætti standa líka sjónvarpsefni í 3 gr. laganna.

Lárus bendir á að það sé ekki gott að það standi „hér á landi“ í 3. Grein – það má vera
opnara m.t.t. að leikstjórar vinna á alþjóðlegum vettvangi.

Spurt er um skapandi heimildamynd (hugtakið) – af hverju ekki bara „heimildamynd“.
Kostir og gallar rafrænna kosninga ræddir.

Friðrik bendir á að leikstjórar geta sótt um bætur í gegnum FK, Hagþenki og SKL, og að
það þurfi að mónitóra það betur að fólk sé ekki að sækja um IHM bætur í gegnum fleira
en eitt félag.


Ákveðið var að bæta við í lögum að fundargerðir stjórnar séu birtar á vefsíðu SKL.

MATARHLÉ

  1. Stjórn kosin (kjörnefnd skipa Martein Þórsson og Yrsa Roca Fannberg):
    Formaður: Dagur Kári Pétursson (endurkjörinn)
    Varaformaður: Ása Helga Hjörleifsdóttir (endurkjörin)
    Gjaldkeri: Hilmar Oddson (endurkjörinn)
    Ritari: Ragnar Bragason kemur inn í stað Ísoldar Uggadóttur sem bauð sig ekki fram
    aftur.
    Meðstjórnandi: Hrönn Sveinsdóttir (endurkjörin)
    Varamaður: Dögg Mósesdóttir (kemur ný inn – áður var enginn varamaður).

9. IHM úthlutunarstefna kynnt (sjá í rauðu hér f. neðan)

ÚTHLUTUNARSTEFNA
SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA
VEGNA

11. gr. l. nr. 73/1972 OG l. nr. 88/2019

  1. Samtökin eru aðilar að Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM) og annast úthlutun til
    leikstjóra á greiðslum sem berast frá IHM á grundvelli 11. gr. höfundalaga nr.
    73/1972.
  2. Stjórn samtakanna setur úthlutunarreglur á grundvelli úthlutunarstefnu þessarar
    og hefur umsjón og eftirlit með úthlutun.
  3. Stjórn skal leitast við að bera kennsl á hlutaðeigandi rétthafa og skal auglýsa
    úthlutun opinberlega.
  4. Samtökunum er heimilt að innheimta umsýslukostnað til að standa straum af
    umsýslu og draga af réttindatekjum. Slíkur kostnaður getur falist í
    rekstrarkostnaði s.s. við gerð og viðhald heimasíðu, launakostnaði, kostnaði vegna
    aðstöðu, ráðgjafarkostnaði s.s. frá lögmönnum og endurskoðendum svo og öðrum
    kostnaði sem fellur til í því skyni að samtökin uppfylli skilyrði laga til þess að geta
    sinnt úthlutun. Umsýslukostnaður skal þó að hámarki nema 25% af
    heildargreiðslum.
  5. Samtökunum er heimilt að veita félagslega, menningarlega eða menntunartengda
    þjónustu sem fjármögnuð er með frádrætti frá tekjum af réttindum. Skal slík
    þjónusta veitt á grundvelli sanngjarnra viðmiða þar sem jafnræðis er gætt.
  6. Miða skal við að greiða út rétthafagreiðslur eigi síðar en níu mánuðum eftir lok
    þess fjárhagsárs þegar tekjur af réttindunum voru innheimtar, nema hlutlægar
    ástæður komi í veg fyrir það.
  7. Samtökin halda aðskilið bókhald vegna innheimtu og úthlutunar réttindagreiðslna
    og birta árlega gagnsæisskýrslu um starfsemina í samræmi við ákvæði laga nr.
    88/2019 um sameiginlega umsýslu höfundarréttar og samþykktir félagsins, sem
    kynnt skal á aðalfundi.
  8. Félagar eiga kost á að greiða félagsgjöld með frádrætti af réttindagreiðslu í stað
    þess að fá sendan reikning.
  9. Úthlutunarreglur skulu gagnsæjar og taka mið af eftirfarandi viðmiðum við
    úthlutun:
    a. Að greiðslum sé úthlutað til hlutaðeigandi rétthafa, óháð félagsaðild.
    b. Að skilgreint sé hvað þurfi að koma fram í umsókn og hversu lengi hún er í
    gildi.
    c. Að úthlutað sé til leikinna kvikmyndaverka og skapandi
    heimildakvikmyndaverka.

    d. Að stjórn sé falið að flokka og skilgreina kvikmyndaverk fyrir úthlutun með
    sambærilegum viðmiðum og fyrir aðild að félaginu.
    e. Að úthlutað sé til leikstjóra verka sem hafa birst á úthlutunarári.
    f. Að leikstjórar hafi möguleika á að sækja um úthlutun vegna verka sem
    uppfylla skilyrði til úthlutunar.
    g. Að skilgreint sé lágmarksviðmið til þess að hljóta úthlutun.
    h. Að skilgreint sé hvað verði um óráðstafaða fjármuni sem ekki er unnt að
    koma til hlutaðeigandi rétthafa.
    Samþykkt á aðalfundi í júní 2020

Umræður í kjölfar úthlutunarstefnu:
Liðir 4 og 5 mikið ræddir, þ.e.a.s. prósentutalan sem haldið er eftir. Hversu hárri
prósentu má halda eftir af IHM? Það er ekki skýrt í IHM lögum… Og hvað flokkast sem
umsýslukostnaður? Spurningunni velt upp hvort eigi að hækka félagsgjöldin og halda þá
bara eftir 10%, eða að halda þessu þaki 25%. Gjaldkeri ver það af hverju við ættum að
halda eftir 25%; minnir á ársskýrsluna og það hvað það kostar að reka SKL.

Friðrik minnist á að þótt engar séu reglur um þetta þá séu „tilmælin“ 10%. Þetta atriði
mikið rætt.

Kosið um prósentuna, hópurinn skiptist í að vilja eftirfarandi:
10%:
17.5%:
25%:

Á aðalfundi 2020 var það samþykkt að prósentan sem haldið yrði eftir væri 25%

Fólki finnst klausa 5 óþarflega opin.
„Samtökunum er heimilt að veita félagslega, menningarlega eða menntunartengda
þjónustu sem fjármögnuð er með frádrætti frá tekjum af réttindum. Skal slík þjónusta
veitt á grundvelli sanngjarnra viðmiða þar sem jafnræðis er gætt“.

Björn B. spyr hvaða „þjónustu“ við ætlum nákvæmlega að bjóða uppá? Stjórn nefnir að
áherslan verði áfram á samningamál leikstjóra, og að á næstu misserum standi til að búa
til standard samning fyrir leikstjóra sem verði aðgengilegur á heimasíðu SKL
(heimasíðu sem er nb. líka enn í vinnslu en stendur til að koma í loftið).

Sú hugmynd kemur upp og er samþykkt að stjórn ætti að kynna á næsta starfsári hvaða
menningartengdu þjónustu hún hyggst fjárfesta í.

Björn B. spyr hvort það sé ekki eðlilegra að kostnaður á slíkri menningartengdri
þjónustu sé frekar tekin af félagsgjöldum en IHM endurgreiðslu, í ljósi þess að allir borgi
það sama í félagsgjöld á meðan menn standa misjafnir hvað varðar IHM úthlutanir.

Spurt er út í aðgreiningu félagsgjalda vs. úthlutun IHM (krafa um aðskilnað). Mikið rætt.
Lendingin er að klausa 8 er samþykkt, og líka það að þeir sem þiggja ekki úthlutunarfé
fái senda reikning.

10. Úthlutunarreglur kynntar – sjá viðhengi.

Umræður um úthlutunarreglur:
Tilvistargjöld rædd mikið, kostir og gallar!

Ræddum mikið hvaða forsendur eru á lið f í úthlutunarstefnu („Að leikstjórar hafi
möguleika á að sækja um úthlutun vegna verka sem uppfylla skilyrði til úthlutunar“), þeas
hvernig það mat færi fram (hvaða verk ætti rétt á greiðslum og hvað ekki). Ágúst spyr um
þennan lið, hvort nýju lögin banni beinlínis tilvistargjöldin (sem þau gera ekki beint). En,
í sambandi við þetta:

11. Dagur kynnir nýja úthlutunartillögu stjórnar fyrir árið 2020-2021

Tillaga 1 er óbreytt ástand (79% tilvistargjöld, 21% verk sýnd á árinu).
Tillaga 2 er 50/50 skipting, 50% tilvistargjöld, 50% verk sýnd á árinu).

Björn B leggur einnig til að ef 50% fari í tilvistarjöld, þá eigi ekki síður að vera ÞAK á
þeim greiðslum, þ.e.a.s. að það geti í raun og veru verið minna en 50%.

Kosning um tillögu 1 eða 2: Tillaga 2 samþykkt.

Aðrir liðir:

Rúnar mótmælir því að stuttmyndir séu ekki lengur hluti af „gjaldgengum“ verkum
gagnvart IHM. Af hverju? Þetta mál var mikið rætt og á endanum var tillaga stjórnar að
stuttmyndir yrðu teknar aftur inn í IHM púllíuna, en að stjórn sé falið það traust að
velja á milli stuttmynda.

Mikið rætt hvernig eigi að forma slíka aðgreiningu mynda, en
einhvern veginn verður að skilja á milli „unglingamynda“ og professional stuttmynda.

Ákvörðun tekin um að fela stjórn að taka stuttmyndir inn í IHM og búa svo um að þær
séu metnar á faglegum grundvelli – tillaga SAMÞYKKT.

Úthlutunarstefna þar með samþykkt á aðalfundi, með 2 viðbótum: (50/50
reglunni, og því að stuttmyndir verði teknar aftur inn).

Fundi slitið.