• icelandicdirectors@gmail.com
 • Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Ísland

FUNDARGERÐIR

Aðalfundur SKL

Dags: 25. maí 2021,

Staður: Hannesarholt

FUNDARGERÐ

Mætt eru:

María Sigurðardóttir

Inga Lísa Middleton (á Zoom)

Rúnar Rúnarsson

Anna Th. Rögnvaldsdóttir

Helena Jónsdóttir

Björn Brynjúlfur Björnsson

Konráð Gylfason

Þorsteinn Gunnar Bjarnason

Börkur Gunnarsson

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Óskar Jónasson

Marteinn Þórsson

Ásgrímur Sverrisson

Þór Elís Pálsson

Nanna Kristín Magnúsdóttir (á Zoom)

Óskar Þór Axelsson

Bjargey Ólafsdóttir

Silja Hauksdóttir

Valdís Óskarsdóttir (á Zoom)

Ágúst Guðmundsson

Börkur Sigþórsson

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Erlendur Sveinsson

Gunnar Björn Guðmundsson

Hjálmtýr Heiðdal

Helena Magneudóttir          

Ásthildur Kjartansdóttir

Ísold Uggadóttir

STJÓRN SKL: Dagur Kári Pétursson, Hilmar Oddsson, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Ragnar Bragason, sem og Védís Eva Guðmundsdóttir, lögfr. SKL.

AÐRIR FUNDARMENN:

Zoom umsjón: Annalísa Hermannsdóttir

Formaður, DKP, opnar fundinn og stingur upp á ÁHH sem fundarstjóra sem fundur samþykkir.

Fundarstjóri ÁHH kynnti dagskrá kvöldsins, sem var á þessa leið:

 1. Skýrsla formanns.
 2. Inntaka nýrra félaga.
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. Önnur mál: m.a. heimasíða, podcast, o.fl.

Liður 1 – skýrsla formanns

Langmesta púðrið í ár fór í IHM, um langt skeið ósætti meðal aðildarfélaganna um hvernig eigi að skipta peningum úr sjóðnum. Ef tilburðir til sátta hafa runnið út í sandinn ber skv. sáttum félagsins að skipa utanaðkomandi sáttamann, sem kemur með sáttatillögu, og ef hún er felld fer málið fyrir gerðardóm.

Sigrún Ingibjörg hefur tekið sæti í stjórn IHM, f.h. SKL, og í dag situr Védís Eva fyrir hennar hönd á meðan hún er í barneignarleyfi, lögmenn á Rétti. SKL skilaði greinargerð til sáttamanns árið 2020, fundaði með sáttamanni, farið yfir tillögu sáttamanns. Skv. upphaflegri og endanlegri tillögu sáttamanns fær SKL 8,5%, þrátt fyrir kröfu um 17%, til vara 15% og til þrautavara 13%. Mikil vinna lögð í greinargerð og góðir fundir haldnir með sáttamanni sem tók ekki tilllit til sjónarmiða SKL.

Upphaflega með gerðardómi fékk SKL 12%, en með árum hafði slíkt lækkað í 8% og fór nú upp um hálft prósent. SÍK hafði hins vegar hækkað á þessum tíma. Mat SKL að höfundarréttarleg sjónarmið fengu ekki ráðið för, heldur fjárhagsleg sjónarmið. Í dag hefur eintakagerð farið minnkandi, þar sem miðlun í dag fer fram á óefnislegan hátt og erfitt að henda reiður á hver raunveruleg eintakagerð sé. Dagur nefnir að það ættu að vera tveir flokkar, eigindlegur höfundarréttur (höfundar) og afleiddur höfundarréttur (framl. og flytjendur), því hinir fyrri eru forsenda þess að hinir seinni geti notið höfundarréttar. Að mati Dags eru framleiðendur metnir tiltölulega hátt út frá meintri fjárhagslegri áhættu. SKL reyndi að sýna sáttamanni fram á að fjárhagsleg áhætta leikstjóra sé engu minni. Í Evrópu og Skandinavíu eru kvikmyndaverk framleidd fyrir opinbert fé og sjóði – soft money – sem er byggt á getu og orðspori kvikmyndahöfunda. Auk þess er verktími langur, 5-8 ár að koma einni kvikmynd á koppinn, og á því tímabili er ýmislegt fjárhagslegt tjón f höfund og leikstjóra. Eftirfylgni verkefna, langur biðtími eftir fjármagni, erfitt að skuldbinda sig í ný verkefni. Ef fjármögnun mistekst tapast tími og fé. Algengt að leikstjórar taki bara beina fjárhagslega áhættu með því að deferra launum sínum upp á von og óvon.

Framhaldið: sáttatillagan verði felld á fulltrúaráðsfundi 2. júní nk. og síðan væntanlega skipaður gerðardómur.

Annað: kvikmyndastefna var mótuð í ár. Dramatískasta breyting hvað varðar Kvikmyndasjóð er að stofnaður var Sjónvarpssjóður, að fyrirmynd Nordisk Film og TV fond, 400 milljónir. Smá pikkles að það þurfi að gera lagabreytingu til að stofna sjóðinn, en á meðan verður því úthlutað í gegnum gamla Kvikmyndasjóðinn. Áður fóru um 200 milljónir í þróun og mótun sjónvarpsefnis, mun hækka sem því nemur. Áhersla SKL að þessi hækkun verði til þess að bústa upp þróun handritsstyrki, nýliðun og tilraunamennsku. Ragnar Bragason situr í Kvikmyndaráði sem er að setja þennan sjóð á fætur.

SKL bindur vonir við að starfslaun til höfunda verði komið á fót ekki seinna en árið 2022. Ánægjuefni að kvikmyndastefnan leggur áherslu á kvikmyndamenntun á háskólastig.

Að venju hefur SKL staðið fyrir handritasmiðju í samstarfi við KMÍ. Huldar Breiðfjörð var umsjónarmaður í þetta sinn, metaðsókn. SKL er að gæla við að halda aukasmiðju, í haust, á umræðustigi. Að þessu sinni ákvað Huldar að helmingur væri kvikmyndir og hinn helmingur sjónvarpsverkefni. SKL, í samstarfi við KMÍ og Yrsu Roca Fannberg, mun halda höfundasmiðju í heimildamyndagerð, með komu erlends gests, Andreo, á Ísafirði – enn hægt að sækja um, frestur er til miðvikudags.

SKL tekur undir venjulegum kringumstæðum þátt í alþjóðlegu samstarfi, FERA og norrænu samstarfi, en vegna Covid varð ekki af því á þessu ári. Stendur vonandi til bóta.

Loksins fengum við heimasíðu á koppinn, tókum þann pól í hæðina að vera með hana einfalda og skilvirka, sækja um aðild, nálgast lög og reglur félagsins, úthlutunarstefnu. Raggi mun sýna það betur í öðrum dagskrárlið.

Einnig ósk SKL að minnast félagsmannsins Árna Óla eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Minnir á söfnunarreikning fjölskyldu hans, SKL greiddi 100 þúsund til þeirra. Bransinn bjó til klapptré og hafa verið birtar myndir á samfélagsmiðlum, líka í Póllandi þar sem hann starfaði og lærði. Mínútuþögn haldin í hans heiðri. Mynd hans Vorka kemur út á næstunni, pólsk sjónvarpssería í samstarfi v Netflix kemur líka út.

Spurning úr sal: hvers eðlis er ágreiningur v. IHM? DKP útskýrir að þetta sé í raun ágreiningur milli flytjenda og framleiðenda vs. höfunda. Védís bætir við að það sé breið samstaða um að það séu sérstaklega framleiðendur sem fái of mikið af hálfu aðildarfélaga sem eru bæði með og á móti tillögunni. Ljóst af síðasta stjórnarfundi IHM að sáttatillaga VMM verður felld, líklega þannig að IHM beri gerðardómskostnaðinn skv. samþykktum.

Spurning um kynjahlutfall á kvikmyndasmiðju: jafnt af þátttökunni skv. Ragnari Bragasyni

Liður 2 – inntaka nýrra félaga

ÁHH fer yfir inntöku nýrra félaga og þeirra verk.

Tinna Hrafnsdóttir

Fannar Sveinsson

Hannes Þór Halldórsson

Ólöf Birna Torfadóttir

Snævar Sölvi Sölvason

Þórður Pálsson

Valdimar Jóhannsson

Jón Einarsson Gústafsson

Elfar Aðalsteins

Daníel Bjarnason

Gagga Jónsdóttir

Engin andmæli, nýjir meðlimir samþykktir.

Liður 3 – reikningar samþykktir

 • HO kynnir almenn reikningsskil. Skýrir að nú sé aðskilið bókhald, flækjustig.
 • Rekstrartekjur námu 20.596.145 kr. Niðurbrotið: Fengu rúmlega 16 milljónir frá IHM, 2,6 milljónir frá KMÍ vegna handritsnámskeiða, félagsgjöld nema 1.350.000 kr. og aðrir styrkir voru 200.000 kr.
 • Gjöldin: þóknun til höfunda um 16 milljónir, aðkeypt sérfræðiaðstoð um 1,1 milljón, stjórnarlaun 1,5 mkr. og handritanámskeið 1 milljón. Farið yfir aðra smærri útgjaldaliði, s.s. styrki til Stockfish og félagsgjöld til erlendra félagasamtaka.
 • Rekstrarhagnaður er neikvæður um rúmlega 376.000 kr.
 • Eignir samtals 22.019.738 kr. – óráðstafað eigið fé 21.316.008 kr.
 • Skuldir, aðallega ógreidd stjórnarlaun, að fjárhæð 700.000 kr.
 • Farið yfir sjóðsstreymi, handbært fé jókst lítillega frá upphafi árs.

HO ætlar að stikla á stóru vegna IHM rekstrarhlutans. HO dregur fram að SKL sé óheimilt að draga meira af umsýslu en skv. raunkostnaði, skv. lögum SKL má hlutfallið ekki nema meira en 25% af heildarframlagi IHM. Í ár nam umsýslukostnaður um 2.268.326 kr. sem er aðeins um 13% svo að SKL er ánægt að vera vel innan marka. Þessi bókhaldsreikningur er hluti af hinum rekstrarreikningnum.

Spurning: fjöldi sem fengu þóknun úr sjóðnum? DK telur að þetta hafi verið 54 aðilar. Sú tala sem var gefin BÍL.

Allir fundarmenn samþykkja reikningsskil.

Liður 4 – önnur mál

Ragnar kynnir heimasíðuna, þakkar Hrönn fyrir vinnuna: www.icelandicfilmdirectors.is.

Enn í vinnslu og ekki alveg ókláruð, en bendir á t.d. yfirlit yfir félagsmenn, lögin, úthlutunarstefnu SKL, o.fl.

Bendir á form að leikstjórasamningum, SKL vilja breyta kúltúr í þessu samningaformi. DK nefnir að færa þurfi þetta úr ameríska forminu í það evrópska.

Spurning um samninginn: hefur SKL gert samning við SÍK um að nýta þennan samning? RB svarar að SKL hafi ákveðið að stíga fyrsta skrefið og gera okkar viðmiðunarsamning, og í framhaldinu er hægt að taka samtal við framleiðenda. Ekki einhugur meðal framleiðenda að taka þennan samning sem stendur. SKL bendir á þetta séu lágmarksréttindi sem gott er að hafa til viðmiðunar.

Björn B Brynjólfsson segir að þetta sé sterkt og réttarbót og lýsir yfir ánægju yfir þessu og bendir á að næstu skref séu að SKL taki skref sem félag gagnvart SÍK að þessir samningar verði nýttir í framtíðinni.

RB hvetur alla að hafa samband þá sem ekki eru meðvitað um samtökin að gerast meðlimir.

RB bendir á IHM-flipann, þar sé SKL að fullnægja skyldu sinni um upplýsingaskyldu tengdri þeim skyldum sem leiða af móttóku fjármuna úr sjóðnum sem umsýsluaðili.

Fjallar um flipann sem á eftir að koma inn á heimasíðuna, „leikstjóra-spjall“, þar koma podcast-hlekkir inn. Díalógur leikstjóra. Óskar segir frá hugmyndinni að baki þáttunum, opin vettvangur. Farið yfir kynjahlutföll félagsmanna í matarhlé.

MATARHLÉ

Fundi haldið áfram eftir matarhlé.

Þar er tekið við ábendingum úr sal um umræðuefni sem vilji er til að ræða.

Streymisveita:

 • Ási talar um streymisveitu KMÍ og Kvikmyndasafnsins fyrir íslenskar bíómyndir og stuttmyndir. Er í kvikmyndastefnu. Vinna að hefjast. Verður haft samband við rétthafa og fá fram sjónarmið. Hugsað sem eins konar endastaður, ekki frumsýningarveita. Ragnar spyr hvort aðgengið verði takmarkað við Ísland, en Ási svarar að hugmyndin sé alþjóðlega. Hægt að læsa fyrir erlendan aðgang á tilteknum myndum.
 • Kemur sjónarmið úr sal um að hægt væri að nota þetta til að sýna í kennslu. Í samningagerð þarf að hugsa um territories. Rétthafi ákveður hvenær fer inn og eftir hvaða skilmálum.
 • Hugmyndin í leiðinni er sú að allar myndir á Kvikmyndavef, þar verði rammi eða leið sem segir hvar myndin er núna, þá er hægt að benda á ef hún er um þessar mundir á Rúv og Netflix.
 • Hugsun að greiða pay per view.
 • Heimildarmyndir eru í vondum málum, þar sem ýmist efni hefur verið keypt víðs vegar um heim, en ekki er heimilt að sýna þetta efni neins staðar.
 • Hefur líka verið hugmynd að Menntamálastofnun sé með vef í notkun fyrir kennslu þar sem aðgangur er að íslensku kvikmyndaefni.

Physical Cinema hátíðin:

 • Helena Jónsdóttir stjórnandi hátíðarinnar kynnir hátíðina fyrir félagsmönnum. Kvikmyndaverk eða myndlistarverk sem falla milli almennra skilgreininga, en eru í stuttri lengd.
 • Tilraunamyndir.  Myndir sem falla ekki innan hefðbundinna kvikmyndahátíða. Tónlistarmyndbönd í lengri útgáfu. Eða myndir sýndar í opnum rými, úti, varpað á vegg o.fl.
 • Tilraunamyndir.  Myndir sem falla ekki innan hefðbundinna kvikmyndahátíða. Tónlistarmyndbönd í lengri útgáfu. Eða myndir sýndar í opnum rými, úti, varpað á vegg o.fl.
 • Sýningar í Bíó Paradís núna.
 • Samstarf m.a. við Argo í Brussel.
 • ÁHH nefnir að í kvikmyndastefnunni að rýmka skilgreiningu á kvikmyndaverkum.

Vinnuálag:

 • Óskar Jónasson vill ræða vinnuálag í faginu. Samtal um hvaða kúltúr ætti að ríkja í bransanum. Samanburður v. nágrannalönd.
 • Oft langar tarnir, lítil frí. Fleiri seríur í dag líka.
 • Generalt 12 tíma vinnudagar í gangi í dag.
 • Oft erfitt fyrir alla í crewinu.
 • RB nefnir að mikið af fólki sem vinnur í kvikmyndagerð og fjölda verka, mikið álag á þeim. Viljum ekki kulnun eða flosnun úr starfi fyrir fólk sem vinnur á hverjum degi í tökum. Listrænir stjórnendur og höfuð verkefna bera ábyrgð á þessu.
 • Hægt að setja það í samninga?
 • DK lýsir reynslu sinni af danska umhverfinu, 40 tíma vinnuvika max.
 • DK bendir á að kvikmyndastefnan taki mið af þessu. Fjölskylduvæn grein. Samt smá clash, fjárlagsramminn hefur skilgreint leikaraformið upp á nýtt, ákveðnir tökudagar, staðir og leikarar. Ákveðið reipitog.
 • Nefnt að oft færast líka verkin til Austur-Evrópu þegar ramminn er skilgreindur þröngt.
 • Samtal við SÍK. Fjölga dögum í tökur – hugmynd ÁHH.
 • Rúnar bendir á að dagafjöldi í tökum tekur einnig mið af því að tækjakostnaður og leiga er oft miðað við fjölda tökudaga. Líklega samtal sem þarf að eiga frekar við yfirvöld, fá meira fjármagn í þá t.d. leigu og fleira, til að geta lengt tímabilið. Þýðir þetta að við viljum gera færri myndir eða lækka okkur í launum, áhrifin verða einhver.
 • Þór nefnir samanburð við norskt umhverfi, ekki unnið lengur en til 4.
 • Ásthildur nefnir að það skipti máli að fá helgarnar í frí. Ekki tímafjöldi per dag sem skiptir öllu, heldur að ná tveimur frídögum í viku.
 • Börkur nefnir að mórallinn skiptir öllu, nobudget eða lowbudget vinna ekki í sama samhengi.
 • RB segir frá störfum Kvikmyndaráðs, aðstoða ráðuneytið við að smíða reglugerð um nýjan fjárfestingarsjóð fyrir sjónvarpsefni. Ráðuneytið hafði ekki unnið grunnvinnuna að það þyrfti lagabreytingu til að geta gert reglugerðina og sett hana í framkvæmd. Allt þetta er fjárlagabundið, ný ríkisstjórn gæti tekið aðra stefnu. Ráðuneytið er ekki að vinna í kvikmyndastefnunni, ekki heldur KMÍ nema þá að þessi veita sé komin í farveg, falleg orð en ekki neinn sem hrindir þessu í framkvæmd, heldur bransinn sem breytist.
 • Í Bretlandi eru þetta 5 daga vinnuvika, 11 tíma vinnudagur, 1 klst hádegismat, samkvæmt Berki Sigþórssyni.
 • Ljóst að þessar kröfur gætu hækkað kostnað á verk, ættu þá styrkir að hækka líka?
 • Stofna nefnd milli fagfélaga.
 • Dögg nefnir sína stefnu hjá framleiðslufyrirtækinu sínu með það að markmiði að vinna 8 – 10 tíma hámark og fólk er til í að fá minna greitt fyrir styttri vinnudaga. Feminísk stefna og fjölskylduvæn. Dögg nefnir að það verði að fá tækjaleigurnar með í lið.
 • Oft munur á sjónvarpsseríum og kvikmyndum, meira maraþon í seríum.
 • RB nefnir að formenn í fagfélögum að skipuleggja þverfaglega diskusjón.
 • Óskar nefnir að hægt sé líka að reyna að beita sér fyrir því að tökudagar haldist samir en samt að stytta vinnudaga, kannski munu afköstin verða þau sömu undir þeim formerkjum.

Endurvekja sýningar á myndum og leikstjóri hefur commentary.

 • Anna Rögnvaldsdóttir fjallar um prógramm fyrir 15-20 árum síðan þar sem haldnar voru samkomur í Bíó Paradís, taka aftur upp, að félagsmenn hittist á leikstjórakvöld, þar sem nokkra mánaða gamlar myndir voru sýndar í fullri lengd, eftir að þær hættu í almennum sýningum. Hljóðið lækkað og leikstjórinn lýsir því sem átti sér stað á setti við tiltekna senu, fjallað um casting og allt sem tengist umræddri mynd. Stinga upp á að þetta sé aftur tekið upp.
 • HO nefnir að leigan hafi verið sanngjörn hjá Bíó Paradís.

Fundi slitið kl. 20.30.

Fundarmenn samþykkja fundargerð þessa.

——————————

Aðalfundur SKL 3. júní 2020, Hannesarholt
FUNDARGERÐ


Mætt eru:
STJÓRN SKL: Dagur Kári Pétursson, Ísold Uggadóttir, Hilmar Oddsson, Hrönn
Sveinsdóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, sem og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur
SKL.

Yrsa Roca Fannberg
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Ásthildur Kjartansdóttir
Guðrún Ragnarsdóttir
Ásgrímur Sverrisson
Marteinn Þórsson
Erlendur Sveinsson
Valdís Óskarsdóttir
Rúnar Rúnarsson
Vera Sölvadóttir
Karna Sigurðardóttir
Ágúst Guðmundsson
Konráð Gylfason
Hjálmar Einarsson
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Arnór Pálmi Arnarson
Þór Elís Pálsson
Lárus Ýmir Óskarsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
Friðrik Þór Friðriksson
Hrafn Gunnlaugsson
Jón Karl Helgason
Helena Jónsdóttir
Anna Th Rögnvaldsdóttir
Benedikt Erlingsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Helena Stefánsdóttir
Börkur Gunnarsson
Júlíus Kemp
Jóhann Sigmarsson
Ingvar Ágúst Þórisson
Ari Alexander Ergis Magnússon
Dögg Mósesdóttir
Fundarstjóri Ísold Uggadóttir kynnti dagskrá kvöldsins, sem var á þessa leið:

 1. Ávarp formanns
  Dagur fór yfir starfsárið 2019-2020, og þær aðgerðir sem farið var í til að efla starfsemi
  félagsins. Þar ber helst að nefna heimsókn Söndru Piras og Christine Vestergaard frá
  dönsku leikstjórasamtökunum til Íslands, þar sem þær kynntu bæði starfsemi
  samtakanna sem og Create Denmark, en það eru ný samtök sem standa vörð um réttindi
  danskra listamanna almennt (leikstjóra, myndlistarmanna, tónlistarmanna, leikara o.fl.
  – sjá nánar á https://createdenmark.dk).
  Í apríl 2019 fóru Dagur og Hilmar á Nordic Summit, þar sem eitt helsta umræðuefnið var
  ógreidd og ósýnileg vinna leikstjóra, þá sér í lagi á þróunarstigi kvikmynda sem og
  kynningarvinnu/eftirfylgni. Og að þessu sinni buðu Danir forstöðumönnum allra
  kvikmyndastofnanna á Norðurlöndunum til að heyra þeirra sýn.
  Í September 2019 fóru Hilmar og Ása Helga á FERA ráðstefnuna, en þar voru helstu
  umræðuefnin:
 • Hvernig leikstjórar geta fótað sig gagnvart þeim samningafrumskógi sem Netflix
  og aðrar streymisveitur presentera fyrir okkur (“Gaining a better bargaining
  position towards the streaming services”.)
 • Ósýnilegt starf leikstjórans (líkt og var rætt á Nordic Summit). Það veit enginn /
  skilur nákvæmlega hvað við gerum, miðað við t.d. handritshöfunda eða leikara.
  Hvernig getum við gert starfið okkar sýnilegra í augum framleiðanda og annara?
 • Samstaða var mikið rædd – og mikilvægi þess að leikstjórar stæðu saman ekki
  síst hvað samningagerð varðar.
 • Kynning á Create Denmark, og var þá sérstaklega farið yfir kosti þess að fagfélög
  listamanna og ekki síst höfunda standi saman.
 • Í mars 2020 tók SKL það skref að ráða til sín lögfræðing, Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur.

 1. Fulltrúar SKL í nefndum:
  KVIKMYNDARÁÐ
  Ragnar Bragason var skipaður í ráðið í desember 2019, og er Ása Helga Hjörleifsdóttir
  varamaður.
  BÍÓ PARADÍS
  Tveir fulltrúar SKL sitja í stjórn, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Helga Rakel
  Rafnsdóttir.
  IKSA
  Tveir fulltrúar SKL sitja í stjórn ÍKSA, en frá og með júní 2020 eru það Karna
  Sigurðardóttir og Ágrímur Sverrisson.
  BÍL
  Formaður SKL situr í stjórn BÍL.

 1. 9 nýir félagar voru teknir inn:
  Arnór Pálmi Arnarson
  Börkur Sigþórsson
  Kristín Björk Kristjánsdóttir
  Erlendur Sveinsson
  Hlynur Pálmason
  Helena Jónsdóttir
  Katrín Ólafsdóttir
  Karna Sigurðardóttir
  Nanna Kristín Magnússon

4. Skýrsla gjaldkera (Hilmar lagði fram ársreikninga sem voru samþykktir)

 1. Bíó Paradís
  Hrönn sagði frá stöðu mála varðandi Bíó Paradís. Kvikmyndasafnið og KMÍ eru ekki að
  sinna skyldu sinni til að miðla kvikmyndarfinum, Bíó Paradís hefur sinnt því linnulaust.
  Rekstrarkostnaður BP rýkur upp (vegna leigukostnaðar). Reynt var að láta
  Reykjavíkurborg kaupa BP en borgin sagði nei. Þá reyndi Hrönn að kaupa BP sjálf með
  aðstoð ríki og borgar, en rakst á veggi enda er mikil tregða hjá Ránuneytinu gagnvart
  þessu máli (án útskýringa). En eftir japl, jaml og fuður bauðst MMRN að leggja til 10
  milljónir, sem er hreinlega upphæð sem hjálpar sama og ekkert… það tókst að tosa ríkið
  uppí 12, og borgin segist nú ætla að brúa bilið. Þannig er staðan núna í júní 2020, og
  akkúrat núna er verið er að laga salernin og rakaskemmdir. Verið er að semja um lægri
  leigu, og fékk Hrönn það í gegn að tilætluð hækkun á leigu (úr 1.1m á mánuði yfir í 2.5)
  gerist ekki á einni nóttu heldur skref fyrir skref, yfir lengra tímabil. Það kom fram í
  framsögn Hrannar að verðmiði á BP er 425 milljónir fyrir báðar hæðir (líka KMÍ).

 1. Kvikmyndastefna 2020-2030
  Dagur kynnti umfangsmikil vinnu nefndar sem var sett saman á vegum
  Menntamálaráðuneytisins til að móta nýja kvikmyndastefnu fyrir næstu 10 árin, í takt
  við breytt landslag í bransanum. Úr röðum SKL sátu í nefndinni Dagur Kári (sem
  formaður, ásamt Grímari Jónssyni), Ása Helga Hjörleifsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson.
  Vinnunni var hagað þannig að fyrst var hlustunartímabil þar sem rætt var við helstu
  aðila og stofnanir innan geirans. Svo tók við úrvinnsla á upplýsingum og gögnum, og
  urðu þá 4 meginmarkmið til: 1. Kröftug kvikmyndamennning. 2. Öflugt menntakerfi og myndlæsi. 3. Sterkt
  starfsumhverfi (innviði bransans styrkt). 4. Að íslensk kvikmyndagerð verði sterkt
  „brand“ útá við.

7. Sigrún Ingibjörg kynnti drög að nýjum lögum félagssins, sjá viðhengi.

Umræður í kjölfar laganna:
Rúnar bendir á að „viðurkennd kvikmyndahátíð“ er of loðið hugtak – væri hægt að vísa í
lista? Guðmundur styður þetta líka. Sigrún bendir á að lögin þurfi að lifa lengur en slíkir
listar – spurning um orðalag eins og „eftir verklagsreglum hvers tíma“.

Helena bendir á að það mætti standa líka sjónvarpsefni í 3 gr. laganna.

Lárus bendir á að það sé ekki gott að það standi „hér á landi“ í 3. Grein – það má vera
opnara m.t.t. að leikstjórar vinna á alþjóðlegum vettvangi.

Spurt er um skapandi heimildamynd (hugtakið) – af hverju ekki bara „heimildamynd“.
Kostir og gallar rafrænna kosninga ræddir.

Friðrik bendir á að leikstjórar geta sótt um bætur í gegnum FK, Hagþenki og SKL, og að
það þurfi að mónitóra það betur að fólk sé ekki að sækja um IHM bætur í gegnum fleira
en eitt félag.


Ákveðið var að bæta við í lögum að fundargerðir stjórnar séu birtar á vefsíðu SKL.

MATARHLÉ

 1. Stjórn kosin (kjörnefnd skipa Martein Þórsson og Yrsa Roca Fannberg):
  Formaður: Dagur Kári Pétursson (endurkjörinn)
  Varaformaður: Ása Helga Hjörleifsdóttir (endurkjörin)
  Gjaldkeri: Hilmar Oddson (endurkjörinn)
  Ritari: Ragnar Bragason kemur inn í stað Ísoldar Uggadóttur sem bauð sig ekki fram
  aftur.
  Meðstjórnandi: Hrönn Sveinsdóttir (endurkjörin)
  Varamaður: Dögg Mósesdóttir (kemur ný inn – áður var enginn varamaður).

9. IHM úthlutunarstefna kynnt (sjá í rauðu hér f. neðan)

ÚTHLUTUNARSTEFNA
SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA
VEGNA

11. gr. l. nr. 73/1972 OG l. nr. 88/2019

 1. Samtökin eru aðilar að Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM) og annast úthlutun til
  leikstjóra á greiðslum sem berast frá IHM á grundvelli 11. gr. höfundalaga nr.
  73/1972.
 2. Stjórn samtakanna setur úthlutunarreglur á grundvelli úthlutunarstefnu þessarar
  og hefur umsjón og eftirlit með úthlutun.
 3. Stjórn skal leitast við að bera kennsl á hlutaðeigandi rétthafa og skal auglýsa
  úthlutun opinberlega.
 4. Samtökunum er heimilt að innheimta umsýslukostnað til að standa straum af
  umsýslu og draga af réttindatekjum. Slíkur kostnaður getur falist í
  rekstrarkostnaði s.s. við gerð og viðhald heimasíðu, launakostnaði, kostnaði vegna
  aðstöðu, ráðgjafarkostnaði s.s. frá lögmönnum og endurskoðendum svo og öðrum
  kostnaði sem fellur til í því skyni að samtökin uppfylli skilyrði laga til þess að geta
  sinnt úthlutun. Umsýslukostnaður skal þó að hámarki nema 25% af
  heildargreiðslum.
 5. Samtökunum er heimilt að veita félagslega, menningarlega eða menntunartengda
  þjónustu sem fjármögnuð er með frádrætti frá tekjum af réttindum. Skal slík
  þjónusta veitt á grundvelli sanngjarnra viðmiða þar sem jafnræðis er gætt.
 6. Miða skal við að greiða út rétthafagreiðslur eigi síðar en níu mánuðum eftir lok
  þess fjárhagsárs þegar tekjur af réttindunum voru innheimtar, nema hlutlægar
  ástæður komi í veg fyrir það.
 7. Samtökin halda aðskilið bókhald vegna innheimtu og úthlutunar réttindagreiðslna
  og birta árlega gagnsæisskýrslu um starfsemina í samræmi við ákvæði laga nr.
  88/2019 um sameiginlega umsýslu höfundarréttar og samþykktir félagsins, sem
  kynnt skal á aðalfundi.
 8. Félagar eiga kost á að greiða félagsgjöld með frádrætti af réttindagreiðslu í stað
  þess að fá sendan reikning.
 9. Úthlutunarreglur skulu gagnsæjar og taka mið af eftirfarandi viðmiðum við
  úthlutun:
  a. Að greiðslum sé úthlutað til hlutaðeigandi rétthafa, óháð félagsaðild.
  b. Að skilgreint sé hvað þurfi að koma fram í umsókn og hversu lengi hún er í
  gildi.
  c. Að úthlutað sé til leikinna kvikmyndaverka og skapandi
  heimildakvikmyndaverka.

  d. Að stjórn sé falið að flokka og skilgreina kvikmyndaverk fyrir úthlutun með
  sambærilegum viðmiðum og fyrir aðild að félaginu.
  e. Að úthlutað sé til leikstjóra verka sem hafa birst á úthlutunarári.
  f. Að leikstjórar hafi möguleika á að sækja um úthlutun vegna verka sem
  uppfylla skilyrði til úthlutunar.
  g. Að skilgreint sé lágmarksviðmið til þess að hljóta úthlutun.
  h. Að skilgreint sé hvað verði um óráðstafaða fjármuni sem ekki er unnt að
  koma til hlutaðeigandi rétthafa.
  Samþykkt á aðalfundi í júní 2020

Umræður í kjölfar úthlutunarstefnu:
Liðir 4 og 5 mikið ræddir, þ.e.a.s. prósentutalan sem haldið er eftir. Hversu hárri
prósentu má halda eftir af IHM? Það er ekki skýrt í IHM lögum… Og hvað flokkast sem
umsýslukostnaður? Spurningunni velt upp hvort eigi að hækka félagsgjöldin og halda þá
bara eftir 10%, eða að halda þessu þaki 25%. Gjaldkeri ver það af hverju við ættum að
halda eftir 25%; minnir á ársskýrsluna og það hvað það kostar að reka SKL.

Friðrik minnist á að þótt engar séu reglur um þetta þá séu „tilmælin“ 10%. Þetta atriði
mikið rætt.

Kosið um prósentuna, hópurinn skiptist í að vilja eftirfarandi:
10%:
17.5%:
25%:

Á aðalfundi 2020 var það samþykkt að prósentan sem haldið yrði eftir væri 25%

Fólki finnst klausa 5 óþarflega opin.
„Samtökunum er heimilt að veita félagslega, menningarlega eða menntunartengda
þjónustu sem fjármögnuð er með frádrætti frá tekjum af réttindum. Skal slík þjónusta
veitt á grundvelli sanngjarnra viðmiða þar sem jafnræðis er gætt“.

Björn B. spyr hvaða „þjónustu“ við ætlum nákvæmlega að bjóða uppá? Stjórn nefnir að
áherslan verði áfram á samningamál leikstjóra, og að á næstu misserum standi til að búa
til standard samning fyrir leikstjóra sem verði aðgengilegur á heimasíðu SKL
(heimasíðu sem er nb. líka enn í vinnslu en stendur til að koma í loftið).

Sú hugmynd kemur upp og er samþykkt að stjórn ætti að kynna á næsta starfsári hvaða
menningartengdu þjónustu hún hyggst fjárfesta í.

Björn B. spyr hvort það sé ekki eðlilegra að kostnaður á slíkri menningartengdri
þjónustu sé frekar tekin af félagsgjöldum en IHM endurgreiðslu, í ljósi þess að allir borgi
það sama í félagsgjöld á meðan menn standa misjafnir hvað varðar IHM úthlutanir.

Spurt er út í aðgreiningu félagsgjalda vs. úthlutun IHM (krafa um aðskilnað). Mikið rætt.
Lendingin er að klausa 8 er samþykkt, og líka það að þeir sem þiggja ekki úthlutunarfé
fái senda reikning.

10. Úthlutunarreglur kynntar – sjá viðhengi.

Umræður um úthlutunarreglur:
Tilvistargjöld rædd mikið, kostir og gallar!

Ræddum mikið hvaða forsendur eru á lið f í úthlutunarstefnu („Að leikstjórar hafi
möguleika á að sækja um úthlutun vegna verka sem uppfylla skilyrði til úthlutunar“), þeas
hvernig það mat færi fram (hvaða verk ætti rétt á greiðslum og hvað ekki). Ágúst spyr um
þennan lið, hvort nýju lögin banni beinlínis tilvistargjöldin (sem þau gera ekki beint). En,
í sambandi við þetta:

11. Dagur kynnir nýja úthlutunartillögu stjórnar fyrir árið 2020-2021

Tillaga 1 er óbreytt ástand (79% tilvistargjöld, 21% verk sýnd á árinu).
Tillaga 2 er 50/50 skipting, 50% tilvistargjöld, 50% verk sýnd á árinu).

Björn B leggur einnig til að ef 50% fari í tilvistarjöld, þá eigi ekki síður að vera ÞAK á
þeim greiðslum, þ.e.a.s. að það geti í raun og veru verið minna en 50%.

Kosning um tillögu 1 eða 2: Tillaga 2 samþykkt.

Aðrir liðir:

Rúnar mótmælir því að stuttmyndir séu ekki lengur hluti af „gjaldgengum“ verkum
gagnvart IHM. Af hverju? Þetta mál var mikið rætt og á endanum var tillaga stjórnar að
stuttmyndir yrðu teknar aftur inn í IHM púllíuna, en að stjórn sé falið það traust að
velja á milli stuttmynda.

Mikið rætt hvernig eigi að forma slíka aðgreiningu mynda, en
einhvern veginn verður að skilja á milli „unglingamynda“ og professional stuttmynda.

Ákvörðun tekin um að fela stjórn að taka stuttmyndir inn í IHM og búa svo um að þær
séu metnar á faglegum grundvelli – tillaga SAMÞYKKT.

Úthlutunarstefna þar með samþykkt á aðalfundi, með 2 viðbótum: (50/50
reglunni, og því að stuttmyndir verði teknar aftur inn).

Fundi slitið.